Fótbolti

Courtois: Verðum rasskelltir ef við spilum svona gegn Wales

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Courtois með eina af mörgum glæsivörslum sínum í gær.
Courtois með eina af mörgum glæsivörslum sínum í gær. vísir/afp
Thibaut Courtois var maður leiksins í 3-1 sigri Belgíu á Íslandi í gær en hann var þrátt fyrir sigurinn ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í leiknum.

„Ég er ekki ánægður. Við gáfum þeim allt of mikið pláss,“ sagði hann við fjölmiðla eftir leikinn í gær.

„Sumir leikmenn sinntu ekki varnarskyldum sínum og ég er þá ekki bara að tala um varnarmennina. Ef þú ert ekki tilbúinn að leggja það á þig þá er betra að standa fyrir utan völlinn.“

„Við verðum rassskelltir ef við spilum svona gegn Wales á sunnudag. Ísland náði að skapa fullt af færum gegn okkur þrátt fyrir að hafa ekki verið sína bestu leikmenn á vellinum.“

Romelu Lukaku kom inn á sem varamaður og skoraði en hann var jákvæðari eftir leikinn í gær.

„Við gerðum okkar besta. Ég náði vel saman við Divock Origi og Christian Benteke á vellinum og ég held að við séum tilbúnir fyrir leikinn gegn Wales. Þetta var skemmtilegur leikur.“


Tengdar fréttir

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×