Fótbolti

„Origi sýndi hvers Liverpool saknar“

Eiríkur Stefán Ásgeirssonn í Brussel skrifar
Origi með Liverpool-búninginn.
Origi með Liverpool-búninginn. vísir/getty
Divock Origi og markvörðurinn Thibaut Courtois fá mikið lof í belgískum fjölmiðlum eftir 3-1 sigur Belgíu á Íslandi í gær.

Origi kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði laglegt mark með föstu skoti utan teigs. Þar með kom hann Belgíu yfir, 2-1, og gerði í raun út um leikinn.

Origi var keyptur til Liverpool í sumar en er nú í láni hjá Lille í Frakklandi. „Origi sýndi hvers Liverpool saknar með frábæru marki í Brussel,“ sagði í umfjöllun Daily Mail í Englandi um leikinn.

Lesendur sportwereld.be kusu þó Courtois sem mann leiksins gegn Íslandi í gær en hann hlaut 54 prósent atkvæðanna. Origi kom næstur með fjórtán prósent. Courtois var einnig valinn maður leiksins hjá Het Laatste Nieuws.

Blaðið lofaði einnig frammistöðu Origi og félaga hans í sókninni en hafði áhyggjur af frammistöðu varnarmannanna í leiknum í gær, enda varði Courtois nokkrum sinnum glæsilega frá íslensku sóknarmönnunum.


Tengdar fréttir

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×