Sérsveitarmenn vakta hús fulltrúa sýslumanns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. nóvember 2014 10:12 Mennirnir tveir eru í haldi lögreglu en farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Vísir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum. Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið yfir rannsókn í máli þar sem bensínsprengju eða svonefndum Molotov kokteil var kastað í bíl fulltrúa Sýslumannsins á Akureyri við heimili hans í bænum í gærmorgun. Fyrr um nóttina ógnaði grímuklæddur maður fulltrúanum með hníf á heimili hans. Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Óttast er að þriðji maðurinn, höfuðpaurinn í málinu, gangi mögulega enn laus. Mennirnir voru í annarlegu ástandi þegar þeir voru handteknir í gær og hófust yfirheyrslur ekki fyrr en síðdegis. Reiknað er með því að mennirnir verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald upp úr hádegi í dag. Ástæða þess að lögreglan í höfuðborginni hefur tekið yfir rannsókn málsins er sú að lögreglan norðan heiða ákvað að segja sig frá málinu enda um árás gegn fulltrúa embættisins á Akureyri að ræða.Hefði getað farið mun verr Samkvæmt heimildum Vísis hefði getað farið mun verr hefðu ódæðismennirnir verið betur að sér við gerð bensínsprengju. Hefði hún verið útbúin á réttan hátt hefði hún getað valdið skaða allt upp í tíu til fimmtán metra radíus.Vikudagur hefur eftir nágrönnum mannsins í Brekkuhverfi að þeir séu óttaslegnir. Hafi sumir meira að segja vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu.Þá greinir Akureyri.net frá því að mennirnir tveir séu á þrítugsaldri og hafi báðir komið við sögu lögreglu. Annar sé raunar nýkominn út fangelsi. Hinn sæti ákæru fyrir tilraun til manndráps. Þá ku annar mannanna hafa ráðist á starfsmann á skrifstofu sýslumanns á Akureyri á mánudaginn. Var hann ósáttur við að fá ekki afgreiðslu eftir auglýstan opnunartíma. Sló hann starfsmann í brjóst og tók á honum.
Tengdar fréttir Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57 Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Kveikt í bíl á Akureyri með Molotov-kokteil Bíllinn varð alelda þar sem hann stóð á bílastæði í íbúðahverfi á Brekkunni. 12. nóvember 2014 07:57
Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar. 13. nóvember 2014 07:03