Fótbolti

Ragnar: Sýndum að við erum með stórt og sterkt lið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar
Ragnar Sigurðsson segir margt gott hafa komið úr leiknum gegn Belgíu í kvöld þrátt fyrir 3-1 tap.

„Það kom mér á óvart hversu vel við náðum að spila. Við sköpuðum fullt af færum með marga nýja menn í byrjunarliðinu sem höfðu ekki spilað saman áður. Að því leyti var þetta nokkuð góður leikur.“

„Mér sýndum í dag að við erum með góða breidd í liðinu og hvað við erum með stórt og sterkt lið.“

Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir íslensku varnarmennina að eiga við Belgana sem margir eru í heimsklassa.

„Mér fannst erfiðara að eiga við þá í fyrri hálfleik þar sem þeir hótuðu meira þá í gegnum miðjuna. Þá er oft erfitt að ákveða hvort maður eigi að mæta þeim eða standa í sinni stöðu.“

„Í seinni hálfleik var meira um langa bolta sem er auðveldara að eiga við, þó svo að þeir hefðu skorað tvö mörk þá. Það má auðvitað greina þennan leik heilmikið en ég held að það væri best fyrir okkur að byrja að hugsa um leikinn gegn Tékkum.“

Hann segir að leikmenn hafi verið svekktir inn í búningsklefa eftir leikinn. „Okkur er ekkert sama þó svo að við töpuðum fyrir Belgíu. En ég held að þeir menn sem hafa fengið að spila minna hafi verið ánægðir með að fá að spreyta sig.“


Tengdar fréttir

Lars: Meiri samkeppni í liðinu

Landsliðsþjálfarinn fagnar meiri breidd í íslenska liðinu eftir góða frammistöðu í Brussel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×