Innlent

Bandalag háskólamanna lýsir fullum stuðningi við prófessora

Stefán Árni Pálsson skrifar
vísir
BHM, Bandalag háskólamanna, lýsir fullum stuðningi við kjarabaráttu Félags prófessora við ríkisháskóla og sanngjarnar kröfur þeirra um launaleiðréttingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM.

Þar segir að stjórn BHM árétti að öflug menntun sé undirstaða framþróunar á íslenskum vinnumarkaði og því afar brýnt að æðstu menntastofnanir landsins séu starfhæfar.

Prófessorar hafa verið samningslausir frá 1. apríl síðastliðinn.

„BHM skorar á viðsemjendur að leggja allt kapp á að samningar takist tafarlaust.“

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem kusu í atkvæðagreiðslu Félags prófessora við ríkisháskóla um boðun verkfalls samþykktu verkfallsaðgerðir.

313 voru á kjörskrá og greiddu 242 atkvæði eða 77,3%. „Já“ sögðu 195 eða 80,6% og „nei“ sögðu 47 eða 19,4%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×