Lífið

Robin Williams var með heilabilunarsjúkdóm

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Robin Williams lést fyrr á árinu.
Robin Williams lést fyrr á árinu. vísir/getty
Grínarinn Robin Williams þjáðist af heilabilunarsjúkdómnum Lewy Body og er því haldið fram að sjúkdómurinn hafi geta ýtt undir það að Robin framdi sjálfsmorð samkvæmt heimildum fréttasíðunnar TMZ.

Sjúkdómurinn er talinn næst algengasta orsök heilabilunar á eftir Alzheimer og er sjúkdómurinn kenndur við próteinútfellingar í taugafrumum í heila sem kallaður eru Lewy Body. Þeir sem þjást af sjúkdómnum fá oftar en ekki ofskynjanir.

Lewy Body er oft tengdur Parkinson-sjúkdómnum sem Robin var haldinn. Eiginkona grínarans sagði yfirvöldum stuttu eftir andlát hans að hann hefði kvartað yfir lyfjunum sem hann tók við sjúkdómnum og hvernig áhrif þau höfðu á líðan hans.

Heimildarmenn TMZ, sem tengdir eru fjölskyldu grínarans, telja Lewy Body hafa spilað lykilhlutverk í ákvörðun Robins um að binda enda á líf sitt en læknar eru ekki sammála því.


Tengdar fréttir

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.

Leikarinn sem fór úr fókus

Fjölmargir minntust í dag fjölbreytts leikferils leikarans Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær, 63 ára að aldri.

Tónlistarmenn syrgja Williams

Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum.

Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg

Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×