Það vakti mikla athygli er hún tryggði sér þátttökurétt á ÓL í Sotsjí aðeins nokkrum dögum áður en glugginn til Sotsjí lokaðist.
Nú hefur komið í ljós að tímum keppenda á móti í Slóveníu var breytt svo Mae kæmist inn á Ólympíuleikana. Allir starfsmenn mótsins hafa verið settir í bann vegna málsins.
Ýmislegt var gert til þess að svindla. Tímum var hagrætt og keppendur sem voru ekkert á svæðinu voru á skrá með tíma.
Í Sotsjí kom í ljós að Mae átti ekkert erindi á leikana. Hún varð síðust í stórsvigskeppninni. Heilum 50 sekúndum á eftir sigurvegaranum.
Mae gaf út sína fyrstu plötu aðeins 13 ára gömul og hefur selt yfir 10 milljón eintök af plötum sínum. Hér að neðan má sjá eitt myndband af henni með fiðluna.