Erlent

Að bora í nefið og borða horið gæti verið hollt

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Þetta gæti verið afar heilsusamleg aðgerð, athugið; gæti.
Þetta gæti verið afar heilsusamleg aðgerð, athugið; gæti. Vísir/Getty
Prófessor í lífefnafræði við kanadískan háskóla telur að það geti verið hollt að bora í nefið og borða horið.

Scott Napper, sem er sem fyrr segir prófessor í lífefnafræði við háskólann í Saskatchewan í Kanada, hefur lagt fram tilgátur sem hann segist vilja sannreyna. Hann telur að það geti verið gott fyrir ónæmiskerfið að borða sýkla. „Ef við borðum hor gætum við verið að kenna ónæmiskerfinu hvað er í umhverfinu," segir hann.

Hann segir að einskonar sykurbragð sé af hori og það gæti verið hvati frá náttúrunnar hendi að leggja sér það til munns, til að gefa ónæmiskerfinu upplýsingar um umhverfið.

„Ég á tvær fallegar dætur og þær eyða miklum tíma með puttann upp í nösunum sínum. Og undantekningalaust setja þær puttann upp í munninn í kjölfarið." Napper bætti við að það væri ekki endilega gott fyrir ónæmiskerfið að of mikla áherslu á hreinlæti.

Napper leggur tilgátuna fram í þeim tilgangi að sýna fram á að spurningar sem virðast einfaldar og jafnvel heimskulegar í byrjun geti haft flókin svör og krefjast vísindalegs þankagangs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×