Tónlist

Band Aid kemur saman á ný og safnar vegna ebólu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bob Geldof og Midge Ure eru mennirnir á bak við Band Aid.
Bob Geldof og Midge Ure eru mennirnir á bak við Band Aid. Vísir/Getty
Bob Geldof tilkynnti í dag að margir af þekktustu tónlistarmönnum í heimi muni koma saman um á næstunni undir merkjum Band Aid og taka upp lagið Do They Know It‘s Christmas? Er þetta gert til þess að safna peningum svo berjast megi við ebóluveiruna.

Band Aid kom fyrst saman árið 1984 og tók upp Do They Know It‘s Christmas? Þá var safnað fyrir Eþíópíu þar sem ríkti fátækt og hungursneyð. Árið 2004 komu tónlistarmenn einnig saman undir merkjum Band Aid og söfnuðu þá vegna Darfur-héraðs í Súdan.

Á meðal þeirra sem tóku þátt þá voru Sting, Bono og George Michael. Bono mun aftur taka þátt í ár ásamt meðal annars Coldplay og Ellie Goulding.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.