Frá Airwaves til OMAM Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 21:50 Kamilla segist spennt fyrir nýja starfinu. Vísir/Valli Kamilla Ingibergsdóttir stendur á tímamótum. Hún hefur nú látið af störfum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves og mun á næstunni fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Hún var þreytt en enn mjög hátt uppi eftir Airwaves-helgina þegar Vísir náði tali af henni. „Já, ég er búin að vera viðloðandi Iceland Airwaves í 6 ár og þetta var 4. hátíðin sem ég var kynningarstjóri. Þetta er svona súrsætt. Ég mun auðvitað sakna samstarfsfólksins og þess að skipuleggja svona frábæra hátíð eins og Airwaves. En svo er ég líka mjög spennt að fara að vinna fyrir Of Monsters and Men,“ segir Kamilla. Hún segir að hún sé búin að vinna fyrir hljómsveitina í um hálft ár samhliða starfi sínu fyrir Iceland Airwaves. „Ég verð mikið með þeim á tónleikaferðalagi. Það er auðvitað þannig þegar að hljómsveit er komin á þennan stað á sínum ferli þá er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er bara eins og fyrirtæki. Mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta er ofboðslega spennandi starf og ég get bara ekki beðið eftir að byrja.“ Kamilla fer þó í smá frí áður en hún byrjar í nýja starfinu. „Já, ég ætla að fara til Egyptalands og vera þar í tvær vikur. Það verður gott að slappa af og borða góðan mat áður en ég byrja svo í nýja starfinu.“ Airwaves Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Kamilla Ingibergsdóttir stendur á tímamótum. Hún hefur nú látið af störfum sem kynningarstjóri Iceland Airwaves og mun á næstunni fara að vinna fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men. Hún var þreytt en enn mjög hátt uppi eftir Airwaves-helgina þegar Vísir náði tali af henni. „Já, ég er búin að vera viðloðandi Iceland Airwaves í 6 ár og þetta var 4. hátíðin sem ég var kynningarstjóri. Þetta er svona súrsætt. Ég mun auðvitað sakna samstarfsfólksins og þess að skipuleggja svona frábæra hátíð eins og Airwaves. En svo er ég líka mjög spennt að fara að vinna fyrir Of Monsters and Men,“ segir Kamilla. Hún segir að hún sé búin að vinna fyrir hljómsveitina í um hálft ár samhliða starfi sínu fyrir Iceland Airwaves. „Ég verð mikið með þeim á tónleikaferðalagi. Það er auðvitað þannig þegar að hljómsveit er komin á þennan stað á sínum ferli þá er svo margt sem þarf að huga að. Þetta er bara eins og fyrirtæki. Mér líst alveg rosalega vel á þetta, þetta er ofboðslega spennandi starf og ég get bara ekki beðið eftir að byrja.“ Kamilla fer þó í smá frí áður en hún byrjar í nýja starfinu. „Já, ég ætla að fara til Egyptalands og vera þar í tvær vikur. Það verður gott að slappa af og borða góðan mat áður en ég byrja svo í nýja starfinu.“
Airwaves Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira