Prófessorar hafa orðið varir við áhyggjur nemenda Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2014 18:26 Rúnar Vilhjálmsson segist bjartsýnn á að samningar náist fyrir 1. desember. Vísir/GVA Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“ Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Atkvæðagreiðslu um verkfall prófessora í ríkisháskólum lauk klukkan 13 í dag. Að sögn Rúnars Vilhjálmssonar, formanns Félags prófessora við ríkisháskóla, var mikil þátttaka í kosningunni. „Í hádeginu voru 77% félagsmanna búnir að greiða atkvæði svo það er alveg ljóst að kosningin er bindandi,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. Hann segir mikla kosningaþátttöku benda til þess að samþykkt hafi verið að fara í verkfall frekar en hitt, en niðurstöður úr kosningunni munu liggja fyrir klukkan 9 í fyrramálið. Ef til verkfalls kemur verður það í miðjum jólaprófum, þann 1.-15. desember, og nær til Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskólans. „Þetta er auðvitað engin óskastaða fyrir neinn enda eru miklir hagsmunir í húfi. Þetta setur jólapróf nemenda í uppnám auk þess sem háskólarnir munu verða af tekjum. Þeir fá greitt fyrir þreyttar einingar þannig að ef nemendur taka ekki jólapróf mun það hafa áhrif á fjárveitingar til skólanna,“ segir Rúnar. Hann segir prófessora hafa orðið vara við áhyggjur nemenda. „Við leggjum þó áherslu á það við nemendur að það sé ekki enn komið verkfall. Við segjum einnig við nemendur að verkfall sé að sjálfsögðu ekki það sem við viljum. Við sjáum hins vegar ekki aðra leið en að boða til verkfalls og það verður að segjast að það er dapurleg niðurstaða.“ Rúnar segir að samningaviðræður hafi farið hægt af stað en að prófessorar hafi ekki fengið nein formleg viðbrögð við einstökum liðum í sinni kröfugerð. Nú hafi samningar verið lausir síðan í mars og prófessorar sætti sig einfaldlega ekki við að vera samningslausir mikið lengur. En er hann bjartsýnn á að samningar náist áður en til verkfalls kemur? „Já, ég leyfi mér að vera bjartsýnn. Ég trúi því og treysti að þetta muni leysast og að við munum ekki þurfa að fara í verkfall.“
Tengdar fréttir Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23 Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00 Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32 Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Prófessorar kjósa um hvort boða eigi til verkfalls Atkvæðagreiðsla hófst í dag hjá Félagi prófessora við ríkisháskóla. 4. nóvember 2014 18:23
Jólapróf háskólanemenda í tvísýnu vegna kjarabaráttu Félag prófessora við ríkisháskóla undirbýr atkvæðagreiðslu til þess að taka ákvörðun um hvort boðað verði til verkfalls í byrjun desember. Þetta gæti þýtt að um helmingi jólaprófa við ríkisháskóla verði frestað. 31. október 2014 09:00
Jólapróf um átta þúsund stúdenta í uppnámi Jólapróf um 8000 stúdenta eru í uppnámi komi til verkfalls prófessora við háskóla landsins en atkvæðagreiðslu þess efnis lýkur á morgun. 9. nóvember 2014 20:32
Mun meiri líkur en minni að boðað verði til verkfalls háskólaprófessora í desember 83 prósent prófessora eru fylgjandi því að boðað yrði til allsherjargreiðslu um tímabundnar verkfallsaðgerðir í byrjun desember. Aðgerðir myndu lama prófahald í háskólum. 26. október 2014 22:25