Íslenski boltinn

Fjolla áfram í Kópavoginum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fjolla í leik gegn sínum gamla félagi Fylki.
Fjolla í leik gegn sínum gamla félagi Fylki. Vísir/Valli
Fjolla Shala hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við lið Breiðabliks í Pepsi-deild kvenna í fótbolta.

Fjolla, sem er 21 árs, gekk til liðs við Breiðabliks frá Fylki fyrir þremur árum og hefur síðan þá leikið 42 leiki í deild og bikar fyrir Kópavogsliðið. Fjolla hefur einnig leikið fyrir Fjölni og Leikni R.

Þá lék hún á sínum tíma 19 leiki fyrir U-19 ára landslið Íslands og tólf leiki fyrir U-17 ára landsliðið.

Breiðablik endaði í 2. sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, en þjálfaraskipti urðu hjá liðinu eftir tímabilið þegar Þorsteinn Halldórsson tók við af Hlyni Svan Eiríkssyni.


Tengdar fréttir

Ólína yfirgefur Val eins og Hallbera

Valsmenn halda áfram að missa reynslumikla bakverði úr kvennaliðinu sínu en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skrifaði í dag undir samning við Fylki eins og kemur fram á fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×