Þóttist vera eigandi að glötuðu veski á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2014 13:08 Lögreglan telur sig vita hver svikarinn er. Vísir/Getty Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira