Þóttist vera eigandi að glötuðu veski á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2014 13:08 Lögreglan telur sig vita hver svikarinn er. Vísir/Getty Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Maður tapaði seðlaveski sínu fyrir utan Samkaup á Selfossi í vikunni. Annar sem fann veskið skilaði því inn í verslunina. Skömmu síðar kom inn maður sem sagðist hafa tapað veski fyrir utan búðina. Honum var afhent veskið. Síðar kom í ljós að hann átti ekki veskið. Þetta er meðal mála sem lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar en lögreglan telur sig vita hver svikarinn sé. Lögreglu barst tilkynning um sérkennilegt aksturslag ökumanns á Þrengslavegi eftir hádegi í gær, sunnudag. Skömmu síðar kom lögregla að þar sem bifreiðin var utan vegar og ökumaður undir stýri. Vitni sem höfðu nýlega mætt bifreiðinni sáu að eftir mætingu fór ökumaður yfir á rangan vegarhelming og útaf veginum. Ökumaðurinn bar við að hafa sofnað við aksturinn og misst af veginum. Hann er hins vegar grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst lítill skammtur af kannabis. Til viðbótar var hann ekki með ökuréttindi en hann hafði verið sviptur þeim. Bílvelta var á Biskupstungnabraut við Kjóastaði snemma í gærmorgun. Þrír voru í bifreiðinni. Farþegi var fluttur á slysadeild í Fossvogi. Hann reyndist með minni háttar meiðsli og var útskrifaður eftir skoðun og aðhlynningu. Ökumaður var grunaður um ölvun. Um helgina voru tveir ökumenn kærðir fyrir ölvunarakstur og einn fyrir fíkniefnakstur. Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst grannt með notkun öryggisbelta og farsíma. Þar hefur pottur verið víða brotinn og brýnt að hveta ökumenn til að nota öryggisbeltinn en ekki símana nema að hafa handfrjálsan búnað. Á föstudag var tilkynnt um innbrot í tvo sumarbústaði í Vallarholti í Bláskógabyggð, skammt frá Reykholti. Í öðrum bústaðnum hafði mikið verið rótað til í skápum og á borðum. Einhverjum munum var stolið. Eigandinn hafði síðast verið í bústaðnum þremur vikum áður en hann kom að þessum ófögnuði. Innbrotsþjófurinn braut sér leið inn í húsin með því að spenna upp glugga. Um klukkan fimm á laugardagsmorgun vaknaði íbúi íbúðarhúss á Selfossi við mikinn hávaða. Þegar nánar var að gáð sá hann að einhver hafði ætlað að brjótast inn í húsið með því að skríða inn um þvottahúsglugga. Við það fór þvottavél á hliðina með tilheyrandi látum. Húsráðandi sá til karlmanns ganga í átt frá húsinu. Honum lýst sem smávöxnum, í dökkri þunnri dúnúlpu. Allar líkur eru á að maðurinn hafi verið ölvaður. Lögreglan tekur við upplýsingum í síma 480 1010. Ungur karlmaður á Selfossi var kærður fyrir brot á áfengislögum þar sem hann útvegaði öðrum sem ekki hafði náð 20 ára aldri áfengi.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira