Þakkarræða Haraldur V. Sveinbjörnsson skrifar 10. nóvember 2014 10:05 Sæl, Haraldur heiti ég og er tónlistarkennari. Mér finnst ég hafa verið sigursæll í lífinu hingað til. Ég vann verðlaun. Að starfa við þá iðju sem ég ann mest. Að því tilefni langaði mig að skrifa langa þakkarræðu, væmna og sjálfhverfa að bandarískum sið: Ég vil þakka tónlistarkennurunum Kristínu Stefánsdóttur og Anne-Marie Markan fyrir að taka mér opnum örmum í forskóla og kynna mig barnungum fyrir leikgleðinni sem fylgir tónlistinni og hljóðfæraleiknum. Ég vil þakka tónlistarkennurunum Mörtu E. Sigurðardóttur og Aagotu Óskarsdóttur fyrir að leiða mig þolinmóðar í allan sannleikann um tónfræðina á fyrstu stigum skólagöngu minnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Árna Harðarsyni sem reyndist mér fyrirmynd, stoð og stytta í þau 14 ár sem hann kenndi mér á píanó. Sérstaklega þakka ég honum æðruleysið þegar ég var við það að gefast upp á Czerny-píanóæfingunum. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Þórunni Björnsdóttur, Tótu, sem ól mig upp í söng og röddunum með krafti og elju og studdi mig ákaft í fyrstu þreifingum mínum við tónsmíðarnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Marteini H. Friðrikssyni heitnum fyrir glaðlyndið og stuðninginn, fyrir að redda mér fyrstu tónlistartengdu launuðu vinnunni minni og að taka sér tíma í brjálaðri dagskránni í að kenna mér á orgelið einu sinni í viku í tvo vetur. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðrúnu S. Birgisdóttur fyrir að hafa óbilandi trú á mér í tónheyrninni - og fyrir að greiða götu mína til frekara náms í tónlistinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Fjölni heitnum Stefánssyni fyrir að henda saman í hóp í hljómfræði með litlum fyrirvara, þegar enga hljómfræði var að finna. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni fyrir að keyra mig áfram í tónheyrninni, og fyrir að hlusta og spila yfir fyrstu tónsmíðaæfingarnar mínar með bros á vör. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Tryggva M. Baldvinssyni fyrir að kynna mig fyrir kontrapunkti og fyrir léttlyndi sitt og góða skap sama hversu þungur róðurinn var í hljómfræðinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Ríkharði H. Friðrikssyni fyrir líflega og ítarlega sýn í fortíð og nútíð tónlistarsögunnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Hilmari Þórðarsyni fyrir sitt rólega fas og yfirvegun þegar við tveir sátum tímum saman og spáðum í tónsmíðar. Ég vil líka þakka þeim tónlistarkennurunum sem ég nefni ekki hér, þeir eru byrjaðir að spila útgöngulagið og ég hef ekki tíma - en þið vitið hverjir þið eruð. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim tónlistarkennurum í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólanum í Reykjavík sem fylgdust með mér af hliðarlínunni og studdu mig í mark. Ég er ekki „bara“ tónlistarkennari í dag. Ég er tónlistarmaður. Ég er það sem mig dreymdi um að verða í æsku. Ég get spilað, ég get samið, ég get útsett og ég get kennt. Það væri rangt að segja þetta sjálfsprottið. Þið voruð kannski ekki öll í sama stéttarfélagi. Eða með sama starfsheiti. En þið voruð tónlistarkennararnir mínir. Án ykkar væri ég ekki sá sem ég er í dag. Og því deili ég þessum verðlaunum með ykkur. Takk! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sæl, Haraldur heiti ég og er tónlistarkennari. Mér finnst ég hafa verið sigursæll í lífinu hingað til. Ég vann verðlaun. Að starfa við þá iðju sem ég ann mest. Að því tilefni langaði mig að skrifa langa þakkarræðu, væmna og sjálfhverfa að bandarískum sið: Ég vil þakka tónlistarkennurunum Kristínu Stefánsdóttur og Anne-Marie Markan fyrir að taka mér opnum örmum í forskóla og kynna mig barnungum fyrir leikgleðinni sem fylgir tónlistinni og hljóðfæraleiknum. Ég vil þakka tónlistarkennurunum Mörtu E. Sigurðardóttur og Aagotu Óskarsdóttur fyrir að leiða mig þolinmóðar í allan sannleikann um tónfræðina á fyrstu stigum skólagöngu minnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Árna Harðarsyni sem reyndist mér fyrirmynd, stoð og stytta í þau 14 ár sem hann kenndi mér á píanó. Sérstaklega þakka ég honum æðruleysið þegar ég var við það að gefast upp á Czerny-píanóæfingunum. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Þórunni Björnsdóttur, Tótu, sem ól mig upp í söng og röddunum með krafti og elju og studdi mig ákaft í fyrstu þreifingum mínum við tónsmíðarnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Marteini H. Friðrikssyni heitnum fyrir glaðlyndið og stuðninginn, fyrir að redda mér fyrstu tónlistartengdu launuðu vinnunni minni og að taka sér tíma í brjálaðri dagskránni í að kenna mér á orgelið einu sinni í viku í tvo vetur. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðrúnu S. Birgisdóttur fyrir að hafa óbilandi trú á mér í tónheyrninni - og fyrir að greiða götu mína til frekara náms í tónlistinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Fjölni heitnum Stefánssyni fyrir að henda saman í hóp í hljómfræði með litlum fyrirvara, þegar enga hljómfræði var að finna. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Guðmundi Hafsteinssyni fyrir að keyra mig áfram í tónheyrninni, og fyrir að hlusta og spila yfir fyrstu tónsmíðaæfingarnar mínar með bros á vör. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Tryggva M. Baldvinssyni fyrir að kynna mig fyrir kontrapunkti og fyrir léttlyndi sitt og góða skap sama hversu þungur róðurinn var í hljómfræðinni. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Ríkharði H. Friðrikssyni fyrir líflega og ítarlega sýn í fortíð og nútíð tónlistarsögunnar. Ég vil þakka tónlistarkennaranum Hilmari Þórðarsyni fyrir sitt rólega fas og yfirvegun þegar við tveir sátum tímum saman og spáðum í tónsmíðar. Ég vil líka þakka þeim tónlistarkennurunum sem ég nefni ekki hér, þeir eru byrjaðir að spila útgöngulagið og ég hef ekki tíma - en þið vitið hverjir þið eruð. Síðast en ekki síst vil ég þakka öllum þeim tónlistarkennurum í Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskólanum í Reykjavík sem fylgdust með mér af hliðarlínunni og studdu mig í mark. Ég er ekki „bara“ tónlistarkennari í dag. Ég er tónlistarmaður. Ég er það sem mig dreymdi um að verða í æsku. Ég get spilað, ég get samið, ég get útsett og ég get kennt. Það væri rangt að segja þetta sjálfsprottið. Þið voruð kannski ekki öll í sama stéttarfélagi. Eða með sama starfsheiti. En þið voruð tónlistarkennararnir mínir. Án ykkar væri ég ekki sá sem ég er í dag. Og því deili ég þessum verðlaunum með ykkur. Takk!
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun