Íslenski boltinn

Sú efnilegasta gengin í raðir Íslandsmeistaranna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera valinn efnilegust í Pepsi-deild kvenna.
Guðrún með verðlaunin sem hún fékk fyrir að vera valinn efnilegust í Pepsi-deild kvenna. vísir/ernir
Íslandsmeistarar Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í fótbolta fengu góðan liðsstyrk í gær þegar Guðrún Karítas Sigurðardóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Guðrún kemur frá uppeldisfélagi sínu ÍA, en hún var valin efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar á lokahófi KSÍ að tímabilinu loknu.

Guðrún, sem er fædd árið 1996, lék 17 af 18 leikjum ÍA í sumar og skoraði þrjú mörk, en liðið féll aftur í 1. deild eftir eins árs dvöl í deild þeirra bestu.

Þá hefur Guðrún, sem er dóttir Sigurðar Jónssonar, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmanns, leikið 15 leiki og skorað fjögur mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Stjarnan vann Pepsi-deild kvenna með yfirburðum í sumar, en þetta var annað árið í röð sem liðið verður Íslandsmeistari og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. Liðið varð einnig bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfossi í úrslitaleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×