Innlent

Vindhviður nái upp í 50 m/s annað kvöld

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá stormviðri árið 2012.
Frá stormviðri árið 2012. Vísir/Anton
Búast má við hættulegum vindhviðum sunnan- og vestanlands annað kvöld, sem gætu náð upp í allt af 50 metra á sekúndu við fjöll.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands fyrir helgina. Stormur eða ofsaveður með éljum mun skella á landið sunnan- og vestan til annað kvöld en á suðurlandi má búast við suðaustanstormi með talsverðri úrkomu.

Þá varar Veðurstofa einnig við því að lúmsk hálka gæti myndast nú yfir daginn þegar tekur að frjósa. Þetta eigi sérstaklega við um uppsveitir

Suðurlands, Borgarfjörð og þjóðveginn um Holtavörðuheiði og Húnavatnssýslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×