Efast um lögmæti tillögu um virkjanakosti Svavar Hávarðsson skrifar 29. nóvember 2014 07:00 Grafík/GarðarSvavar Vegna fjárskorts gat verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar ekki skipað faghópa í haust til að hefja vinnu við mat á nokkrum virkjunarkostum í biðflokki. Meirihluti atvinnuveganefndar samþykkti á fimmtudag að fimm þessara kosta verði nú færðir úr bið- í nýtingarflokk rammaáætlunar, þrátt fyrir að verkefnisstjórn 2. og 3. áfanga hafi ekki haft forsendur til að meta virkjunarkostina samkvæmt lögum þar um. Vilji meirihluta atvinnuveganefndar er að færa átta virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar. Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, segir að umræddir virkjunarkostir hafi mjög ólíka stöðu, og greina megi þá í fernt eftir því hvar þeir eru staddir í meðförum verkefnisstjórnarinnar.Grænt ljós Verkefnisstjórnin hefur lagt til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði færð í nýtingarflokk, og tillaga nefndarinnar lýtur aðeins að því að það mat verði staðfest. Tvær aðrar virkjanir í margumtalaðri virkjanaþrennu í neðri hluta Þjórsár, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, hefur verkefnisstjórnin fjallað um, en gat ekki tekið afstöðu til þeirra á grundvelli fyrirliggjandi gagna um áhrif þeirra á stofna laxfiska í Þjórsá.Engin svör um greiðslur Hinir virkjanakostirnir fimm eru á allt öðrum stað í meðförum verkefnisstjórnarinnar en fyrrnefndar virkjanir í Þjórsá. Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjanir I og II fóru í nýtingu í 2. áfanga rammaáætlunar, en voru síðar færðar í biðflokk vegna athugasemda sem fram komu í lögbundnu umsagnarferli. Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar hefur ekki fjallað um þessa virkjunarkosti. „Ætlunin var að taka þá fyrir síðastliðið haust en það reyndist ekki mögulegt þar sem ljóst var að endurmeta þyrfti m.a. áhrif virkjananna á víðerni og verndarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, svo og samlegðaráhrif virkjananna og flutningskerfa raforku,“ segir Stefán. Verkefnisstjórn taldi sig ekki hafa forsendur til að meta þessa þætti án aðkomu fullskipaðra faghópa, enda óljóst hvort slíkt vinnuferli stæðist ákvæði laga. Faghópa var hins vegar ekki hægt að skipa á þessum tíma, þar sem ekki lágu fyrir svör frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um greiðslur til fulltrúa í faghópum, að sögn Stefáns, og því er tillaga atvinnuveganefndar um nýtingu tilkomin þrátt fyrir að faglegri umfjöllun um virkjanakostina sé ekki lokið.Lög brotin? Síðustu tveir virkjanakostirnir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley, eru alveg sér á parti. Verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar lauk aldrei við flokkun þeirra, m.a. vegna mistaka sem gerð voru í meðhöndlun gagna á þeim tíma. Stefán segir að verkefnisstjórn 3. áfanga hafi stefnt á að taka kostina tvo fyrir síðastliðið haust. Það reyndist ekki mögulegt þar sem ljóst var að endurmeta þyrfti m.a. áhrif á sandfok, náttúrulega landmótun, útivist og ferðaþjónustu, auk þess sem óljóst var hvernig tengingu Hagavatnsvirkjunar við flutningskerfið yrði háttað. Að vel athuguðu máli taldi verkefnisstjórn sig ekki hafa forsendur til að meta virkjunarkostina. Til þess hefði þurft að skipa sérstaka faghópa, sem var ekki hægt vegna óvissu um greiðslur frá ráðuneytinu. Því felur tillaga meirihluta atvinnuveganefndar í sér að Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley verði færðar í nýtingarflokk þrátt fyrir að hvorki fyrrverandi né núverandi verkefnisstjórn hafi lokið faglegri umfjöllum um þær. „Fljótt á litið virðist þessi tillaga meirihlutans á skjön við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun [rammaáætlun],“ segir Stefán. Faghópar leggja grunninn Þann 14. janúar 2013 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með öðlaðist rammaáætlun í fyrsta sinn lögformlegt gildi. Með þingsályktuninni lauk 2. áfanga rammaáætlunar, sem staðið hafði með hléum frá árinu 2003. Þar eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun [rammaáætlun]. Flokkunin tekur til alls 67 virkjunarkosta en þar af eru 16 í orkunýtingarflokki, 31 í biðflokki en 20 í verndarflokki. Alþingi er ekki bundið af niðurstöðum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hins vegar er Alþingi bundið af lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. „Verkefnisstjórn annast upplýsingasöfnun, faglegt mat […] og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar. Fjöldi faghópa og skipan þeirra verður ákveðin af verkefnisstjórninni.“Lög nr. 48/2011 um verndar-og orkunýtingaráætlun. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira
Vegna fjárskorts gat verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar ekki skipað faghópa í haust til að hefja vinnu við mat á nokkrum virkjunarkostum í biðflokki. Meirihluti atvinnuveganefndar samþykkti á fimmtudag að fimm þessara kosta verði nú færðir úr bið- í nýtingarflokk rammaáætlunar, þrátt fyrir að verkefnisstjórn 2. og 3. áfanga hafi ekki haft forsendur til að meta virkjunarkostina samkvæmt lögum þar um. Vilji meirihluta atvinnuveganefndar er að færa átta virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk án aðkomu verkefnisstjórnar. Stefán Gíslason, formaður verkefnisstjórnarinnar, segir að umræddir virkjunarkostir hafi mjög ólíka stöðu, og greina megi þá í fernt eftir því hvar þeir eru staddir í meðförum verkefnisstjórnarinnar.Grænt ljós Verkefnisstjórnin hefur lagt til að Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár verði færð í nýtingarflokk, og tillaga nefndarinnar lýtur aðeins að því að það mat verði staðfest. Tvær aðrar virkjanir í margumtalaðri virkjanaþrennu í neðri hluta Þjórsár, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun, hefur verkefnisstjórnin fjallað um, en gat ekki tekið afstöðu til þeirra á grundvelli fyrirliggjandi gagna um áhrif þeirra á stofna laxfiska í Þjórsá.Engin svör um greiðslur Hinir virkjanakostirnir fimm eru á allt öðrum stað í meðförum verkefnisstjórnarinnar en fyrrnefndar virkjanir í Þjórsá. Skrokkölduvirkjun og Hágönguvirkjanir I og II fóru í nýtingu í 2. áfanga rammaáætlunar, en voru síðar færðar í biðflokk vegna athugasemda sem fram komu í lögbundnu umsagnarferli. Verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar hefur ekki fjallað um þessa virkjunarkosti. „Ætlunin var að taka þá fyrir síðastliðið haust en það reyndist ekki mögulegt þar sem ljóst var að endurmeta þyrfti m.a. áhrif virkjananna á víðerni og verndarsvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, svo og samlegðaráhrif virkjananna og flutningskerfa raforku,“ segir Stefán. Verkefnisstjórn taldi sig ekki hafa forsendur til að meta þessa þætti án aðkomu fullskipaðra faghópa, enda óljóst hvort slíkt vinnuferli stæðist ákvæði laga. Faghópa var hins vegar ekki hægt að skipa á þessum tíma, þar sem ekki lágu fyrir svör frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um greiðslur til fulltrúa í faghópum, að sögn Stefáns, og því er tillaga atvinnuveganefndar um nýtingu tilkomin þrátt fyrir að faglegri umfjöllun um virkjanakostina sé ekki lokið.Lög brotin? Síðustu tveir virkjanakostirnir, Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley, eru alveg sér á parti. Verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar lauk aldrei við flokkun þeirra, m.a. vegna mistaka sem gerð voru í meðhöndlun gagna á þeim tíma. Stefán segir að verkefnisstjórn 3. áfanga hafi stefnt á að taka kostina tvo fyrir síðastliðið haust. Það reyndist ekki mögulegt þar sem ljóst var að endurmeta þyrfti m.a. áhrif á sandfok, náttúrulega landmótun, útivist og ferðaþjónustu, auk þess sem óljóst var hvernig tengingu Hagavatnsvirkjunar við flutningskerfið yrði háttað. Að vel athuguðu máli taldi verkefnisstjórn sig ekki hafa forsendur til að meta virkjunarkostina. Til þess hefði þurft að skipa sérstaka faghópa, sem var ekki hægt vegna óvissu um greiðslur frá ráðuneytinu. Því felur tillaga meirihluta atvinnuveganefndar í sér að Hagavatnsvirkjun og Hólmsárvirkjun við Atley verði færðar í nýtingarflokk þrátt fyrir að hvorki fyrrverandi né núverandi verkefnisstjórn hafi lokið faglegri umfjöllum um þær. „Fljótt á litið virðist þessi tillaga meirihlutans á skjön við lög um verndar- og orkunýtingaráætlun [rammaáætlun],“ segir Stefán. Faghópar leggja grunninn Þann 14. janúar 2013 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þar með öðlaðist rammaáætlun í fyrsta sinn lögformlegt gildi. Með þingsályktuninni lauk 2. áfanga rammaáætlunar, sem staðið hafði með hléum frá árinu 2003. Þar eru virkjunarkostir flokkaðir í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk á grundvelli laga um verndar- og orkunýtingaráætlun [rammaáætlun]. Flokkunin tekur til alls 67 virkjunarkosta en þar af eru 16 í orkunýtingarflokki, 31 í biðflokki en 20 í verndarflokki. Alþingi er ekki bundið af niðurstöðum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hins vegar er Alþingi bundið af lögum nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun. „Verkefnisstjórn annast upplýsingasöfnun, faglegt mat […] og gerð tillagna til ráðherra vegna verndar- og orkunýtingaráætlunar og er samráðsvettvangur vegna hennar. Verkefnisstjórn skal skipa faghópa með sérfræðingum á viðeigandi sviðum sem fari yfir virkjunaráform hver frá sínum sjónarhóli, meti þá með stigagjöf og geri tillögur til verkefnisstjórnar. Fjöldi faghópa og skipan þeirra verður ákveðin af verkefnisstjórninni.“Lög nr. 48/2011 um verndar-og orkunýtingaráætlun.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Sjá meira