Þriggja ára fangelsi fyrir hnífstunguárás á Ólafsfirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. nóvember 2014 17:30 Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Vísir/GK Hlynur Geir Sigurðarson, 24 ára gamall karlmaður, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hlynur stakk mann um tvítugt fjórum sinnum og var hann ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í heimahúsi við Aðalgötu á Ólafsfirði þann 30. júní 2012. Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur. Fyrir vikið hafi fórnarlambið hlotið blæðingu á lifur sem geti leitt til dauða ef ekki sé brugðist við með skjótum hætti. Skjót viðbrögð urðu þó til þess að maðurinn var ekki talinn í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur á Akureyri segir í ákæru ríkissaksóknara. Árásin orsakaði einnig þriggja til fjöggurra sentímetra langa stunguáverka á hægri brjóstkassa, álíka langan skurð á hægri síðu og aðra minni áverka á fyrrgreinda líkamshluta. Ríkissaksóknari benti á að fjórar stungur bentu til ásetnings til manndráps sem hafi sem betur fer ekki orðið manninum að bara. Fjölskipaður dómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að sakfella fyrir tilraun til manndráps meðal annars þar sem maðurinn hefði aldrei verið í lífshættu. Áverkarnir hefðu ekki verið lífshættulegir. Hlynur var með sex mánuði á skilorði sem hann rauf með broti sínu. Þeir voru dæmdir upp í refsinguna, þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi. Tengdar fréttir Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Hlynur Geir Sigurðarson, 24 ára gamall karlmaður, var í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á Ólafsfirði sumarið 2012. Hlynur stakk mann um tvítugt fjórum sinnum og var hann ákærður af ríkissaksóknara fyrir tilraun til manndráps. Árásin átti sér stað í heimahúsi við Aðalgötu á Ólafsfirði þann 30. júní 2012. Hlyni var gefið að sök að hafa stungið manninn með hnífi í vinstri öxl, ofarlega hægra megin í brjóstkassa, við hægri mjaðmarspaða og neðarlega í hægri síðu. Smaug hnífurinn í gegnum kviðvegg og inn í lifur. Fyrir vikið hafi fórnarlambið hlotið blæðingu á lifur sem geti leitt til dauða ef ekki sé brugðist við með skjótum hætti. Skjót viðbrögð urðu þó til þess að maðurinn var ekki talinn í lífshættu eftir að hann komst undir læknishendur á Akureyri segir í ákæru ríkissaksóknara. Árásin orsakaði einnig þriggja til fjöggurra sentímetra langa stunguáverka á hægri brjóstkassa, álíka langan skurð á hægri síðu og aðra minni áverka á fyrrgreinda líkamshluta. Ríkissaksóknari benti á að fjórar stungur bentu til ásetnings til manndráps sem hafi sem betur fer ekki orðið manninum að bara. Fjölskipaður dómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væri rétt að sakfella fyrir tilraun til manndráps meðal annars þar sem maðurinn hefði aldrei verið í lífshættu. Áverkarnir hefðu ekki verið lífshættulegir. Hlynur var með sex mánuði á skilorði sem hann rauf með broti sínu. Þeir voru dæmdir upp í refsinguna, þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi.
Tengdar fréttir Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49 Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Sjá meira
Karlmaður stunginn á Ólafsfirði Karlmaður var stunginn með hníf á Ólafsfirði rétt yfir klukkan sex í morgun. Aðili sem staddur var í heimahúsi var stunginn nokkrum sinnum og var sá fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri en hann er ekki lífshættulega slasaður samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. 30. júní 2012 12:49
Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Ólafsfirði Maður hefur verið kærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið tvítugan mann fjórum sinnum svo að blæddi inn á lifur. 18. júní 2014 11:20