Varaði fyrri ríkisstjórn við flokkspólítískum ramma Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2014 10:30 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í mars 2012 að flokkspólitísk rammaáætlun myndi ekki lifa af ríkisstjórnina. Vísir/GVA. Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. „Ef þetta verður mjög flokkspólitískt, og kannski stjórnarflokkapólitískt, þá er hætt við því að þetta verði bara ónýtt um leið og ný stjórn kemur til valda,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þann 8. mars árið 2012, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Þá hafði dregist vikum saman að áætlunin birtist á Alþingi vegna átaka innan stjórnarflokkanna. Össur Skarphéðinsson, einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, upplýsti síðar í bók sinni „Ár drekans“ um það sem gekk á bak við tjöldin þessar vikurnar á stjórnarheimilinu og hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar notuðu rammaáætlun og Þjórsárvirkjanir sem skiptimynt í viðræðum við ráðherra Vinstri grænna í von um að þoka áfram viðræðum um Evrópusambandsaðild. Össur, sem er doktor í líffræði laxfiska, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Engu að síður hefðu þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir lokið samningum við VG og gefið þau fyrirmæli að nota skyldi rök Orra Vigfússonar um laxastofna til að útskýra frestun Þjórsár, þrátt fyrir að Össur hefði blásið á þau. Þetta gerðist í sömu viku og forstjóri Landsvirkjunar lét þau orð falla á fundi Verkfræðingafélagsins að það yrði slæmt ef þetta yrði flokkspólitísk ákvörðun. Sagði Hörður Arnarson að til þess að rammaáætlun virkaði hefði þurft að koma breið sátt út úr ferlinu, og helst þvert á flokka, sem myndi lifa af ríkisstjórnir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, flutti erindi á sama fundi og sagði það frekar súrt í broti, eftir alla þessa vinnu, ef rammaáætlun lenti í einhverjum farvegi í lokin, sem gerði það að verkum að það plagg yrði ekki eins mikils virði eins og það stefndi í með faglegu vinnunni. Horfa yrði til miklu lengri tíma en svo að hægt yrði að láta pólitískan skollaleik ráða. Tengdar fréttir „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Forstjóri Landsvirkjunar varaði síðustu ríkisstjórn við því að rammaáætlun um virkjanakosti myndi ekki lifa af ríkisstjórnina ef niðurstaðan yrði flokkspólitísk. „Ef þetta verður mjög flokkspólitískt, og kannski stjórnarflokkapólitískt, þá er hætt við því að þetta verði bara ónýtt um leið og ný stjórn kemur til valda,“ sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, þann 8. mars árið 2012, á ráðstefnu Verkfræðingafélags Íslands um nýtingu orkuauðlinda á Íslandi. Þá hafði dregist vikum saman að áætlunin birtist á Alþingi vegna átaka innan stjórnarflokkanna. Össur Skarphéðinsson, einn af ráðherrum ríkisstjórnarinnar, upplýsti síðar í bók sinni „Ár drekans“ um það sem gekk á bak við tjöldin þessar vikurnar á stjórnarheimilinu og hvernig ráðherrar Samfylkingarinnar notuðu rammaáætlun og Þjórsárvirkjanir sem skiptimynt í viðræðum við ráðherra Vinstri grænna í von um að þoka áfram viðræðum um Evrópusambandsaðild. Össur, sem er doktor í líffræði laxfiska, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Engu að síður hefðu þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir lokið samningum við VG og gefið þau fyrirmæli að nota skyldi rök Orra Vigfússonar um laxastofna til að útskýra frestun Þjórsár, þrátt fyrir að Össur hefði blásið á þau. Þetta gerðist í sömu viku og forstjóri Landsvirkjunar lét þau orð falla á fundi Verkfræðingafélagsins að það yrði slæmt ef þetta yrði flokkspólitísk ákvörðun. Sagði Hörður Arnarson að til þess að rammaáætlun virkaði hefði þurft að koma breið sátt út úr ferlinu, og helst þvert á flokka, sem myndi lifa af ríkisstjórnir. Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto Alcan, flutti erindi á sama fundi og sagði það frekar súrt í broti, eftir alla þessa vinnu, ef rammaáætlun lenti í einhverjum farvegi í lokin, sem gerði það að verkum að það plagg yrði ekki eins mikils virði eins og það stefndi í með faglegu vinnunni. Horfa yrði til miklu lengri tíma en svo að hægt yrði að láta pólitískan skollaleik ráða.
Tengdar fréttir „Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26 Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20 Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26 Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15 Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
„Ekkert annað en afgerandi stríðsyfirlýsing“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í dag. 27. nóvember 2014 20:26
Flokkspólitísk rammaáætlun lifir ekki af ríkisstjórnina Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir að rammaáætlun muni ekki lifa af þessa ríkisstjórn ef niðurstaðan verði flokkspólitísk. Forstjóri álversins í Straumsvík talar um pólitískan skollaleik. 8. mars 2012 19:20
Allt vitlaust á Alþingi vegna virkjana Upp úr sauð á Alþingi í morgun þegar stjórnarmeirihlutinn lagði til að átta virkjanakostir fari úr biðflokki í nýtingarflokk. 27. nóvember 2014 13:26
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47
Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Bjarni Benediktsson sagði að Össur Skarphéðinsson hafi lýst því nákvæmlega í bókinni "Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. 27. nóvember 2014 12:15