„Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 10:14 Ekki sér fyrir endann á kjaradeilu lækna. Vísir/Vilhelm Tveir læknar á Landspítalanum birtu í gærkvöldi uppsagnarbréf sín á Facebook. Annar þeirra, Jón Örvar Kristinsson, starfar sem meltingarlæknir, og Ólöf Birna Margrétardóttir, starfar sem almennur læknir. Í bréfum sínum segja þau ástæðuna fyrir uppsögn vera kjaramál lækna, en eins og kunnugt er hefur verkfall lækna nú staðið yfir frá því þann 27. október síðastliðinn. Í uppsagnarbréfi sínu segir Jón Örvar að spítalinn þurfi nú að auglýsa eftir 60% stöðu lyf- og meltingarlæknis við meltingardeildina. Hann lýsir hæfniskröfum viðkomandi en segir að ef til vill sé betra að segja umsækjendum ekki „að síðastliðin 5 ár hafa fjórir meltingarlæknar hætt störfum, einn vegna aldurs en hinir þrír vegna kjara sinna og aðstöðu við spítalann.“ Tveir af þeim sem hættu vegna kjara sinna og aðstöðu hafi farið erlendis til starfa og einn hafi fundið sér annað starf hér á landi. Þá segir Jón Örvar jafnframt: „Auk þess hafa nær allir starfandi meltingarlæknar við deildina (6/8) minnkað við sig stöðuhlutfall en aukið það á öðrum vettvangi. Álagið hefur því aukist mikið á þá sem eftir eru og sífellt verður erfiðara að sinna þeim verkefnum sem berast vegna manneklu. Það myndi líklega einnig fæla frá ef viðkomandi vissi að frá 2008 hefur engin bæst í hópinn, auglýst var staða síðastliðið vor, ein umsókn barst en sá aðili hætti við þegar honum voru ljós kjör og vinnuaðstæður.“ Mánaðarlaun meltingarlæknis á Landspítalanum fyrir 60% starf eru 358.083 krónur. Það gera um 180.000 krónur í útborguð laun. Jón Örvar tekur þó fram að launin verði lægri ef reynsla umsækjanda sem sérfræðingur í meltingarlækningum sé eitthvað styttri en sú 10 ára reynsla sem hann sjálfur hefur. Í lok bréfsins segir svo Jón Örvar: „Vegna stöðu kjaramála lækna á Landspítala en ég hef nú ákveðið að sinna fremur öðrum áhugamálum. Ég er viss um að fleiri sérfræðilæknar á Landspítala hyggjast gera það sama og rétt að stjórnendur íslensks heilbrigðiskerfis átti sig áður en það verður um seinan.“Mannekla á Landspítalanum veldur því að vaktabyrðin hefur verið óhófleg Ólöf Birna, almenni læknirinn sem einnig birti bréf sitt í gær, segir grunnlaun sín á Íslandi vera 410.763 krónur fyrir skatt. Hún segir þau ekki duga til framfærslu og gerir að umtalsefni vaktaskyldu lækna á Landspítalanum: „Eins og margir hafa bent á er möguleikinn til staðar að vinna vaktir umfram dagvinnu, á flestum sviðum innan Landspítalans er það nánast skylda. Ég gæti unnið á kvöldin, nóttunni og um helgar til að hífa upp launin en hef takmarkaðan áhuga á því með þrjú börn á leikskólaaldri og þar að auki maka sem er líka læknir með vaktaskyldu. Við það hækka launin vissulega en það er á kostnað fjölskyldunnar og heilsunnar. Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu.“ Ólöf Birna segir manneklu á spítalanum svo valda því að vaktabyrði hafi verið óhófleg. Þar af leiðandi geti hvorki hún né maðurinn hennar, sem einnig er læknir, ráðið sig í fullt starf með vöktum á þeim sviðum sem þau ætla að sérhæfa sig á. Þau myndu einfaldlega vera á vöktum til skiptis sem sé dæmi sem gangi einfaldlega ekki upp en hjónin eiga þrjú börn. Þá segist Ólöf Birna aldrei hafa séð margumrædda milljón á launaseðli sem sagt er að læknar fái að meðaltali í laun. Hún hafi einu sinni fengið 900.000 krónur í laun, fyrir skatt, en þá hafði hún unið 100 vaktir á spítalanum utan dagvinnutíma. Hún segir kjarna málsins vera „ágæt laun en verulega skert lífsgæði.“ Í lok uppsagnarbréfs síns segir Ólöf Birna svo: „Ef dagvinnulaunin væru hærri þannig að við þyrftum ekki að taka jafn mikið af vöktum til að hafa í okkur og á. Ef vinnuveitandinn myndi ekki gera kröfu um svona mikla vaktabyrði sem skapast af manneklu. Vegna bágra kjara og slakra vinnuaðstæðna sjáum við okkur ekki annað fært en að fara. Við gerum ráð fyrir að vera úti í 7-10 ár. Við vitum ekki hvort við flytjum heim aftur. Það er vitanlega það sem mann langar, að vera Íslendingur og búa á Íslandi. En nú, með tölvutækni og tíðum flugferðum, er fjarlægðin ekki svo mikil. Ég sé það a.m.k. ekki fyrir mér að koma heim til þess eins að vinna talsvert meira, vinna á ókristilegum tímum og fá verri laun. Þá væri fjölskyldan mín að tapa lífsgæðum.“ Post by Raddir íslenskra lækna. Tengdar fréttir Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. 4. nóvember 2014 19:07 Beið í fjóra tíma eftir lækni Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. 25. nóvember 2014 19:15 Enginn árangur á kjarafundi lækna Fundi samninganefnda Skurðlæknafélags Íslands, og ríkisins í kjaradeilu skurðlækna hjá ríkisáttasemjara lauk um klukkan fjögur í dag, án árangurs. 4. nóvember 2014 17:16 Læknar á geðsviði og skurðlækningasviði í verkfalli Á miðnætti hófst verkfall lækna á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans. Verkfallið stendur yfir í tvo sólarhringa. 5. nóvember 2014 08:31 Verkfall lækna hófst á miðnætti Tveggja sólarhringa langt verkfall lækna á kvenna- og barnasviði og rannsóknasviði Landspítalans, á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hófst á miðnætti. 17. nóvember 2014 07:00 Bíður í fjóra mánuði eftir að hitta geðlækninn Ómar Kristjánsson sem stríðir við erfiðan geðsjúkdóm, missti af læknaviðtalinu sínu vegna verkfallsins og þarf að bíða í fjóra mánuði eftir að hitta lækninn sinn. 26. nóvember 2014 20:00 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Skurðlæknar hefja verkfallsaðgerðir Boðað hefur verið til samningafundar ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í dag og skurðlæknar hafa verið boðaðir til fundar á morgun, en verkfall þeirra hófst í morgun og verður í þrjá daga. 18. nóvember 2014 08:03 Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Fundur milli samninganefndar Læknafélagsins og ríkisins verður haldinn klukkan fjögur. Litlar líkur á að ný spil verði lögð á borðið á fundinum. 18. nóvember 2014 07:00 Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Tveir læknar á Landspítalanum birtu í gærkvöldi uppsagnarbréf sín á Facebook. Annar þeirra, Jón Örvar Kristinsson, starfar sem meltingarlæknir, og Ólöf Birna Margrétardóttir, starfar sem almennur læknir. Í bréfum sínum segja þau ástæðuna fyrir uppsögn vera kjaramál lækna, en eins og kunnugt er hefur verkfall lækna nú staðið yfir frá því þann 27. október síðastliðinn. Í uppsagnarbréfi sínu segir Jón Örvar að spítalinn þurfi nú að auglýsa eftir 60% stöðu lyf- og meltingarlæknis við meltingardeildina. Hann lýsir hæfniskröfum viðkomandi en segir að ef til vill sé betra að segja umsækjendum ekki „að síðastliðin 5 ár hafa fjórir meltingarlæknar hætt störfum, einn vegna aldurs en hinir þrír vegna kjara sinna og aðstöðu við spítalann.“ Tveir af þeim sem hættu vegna kjara sinna og aðstöðu hafi farið erlendis til starfa og einn hafi fundið sér annað starf hér á landi. Þá segir Jón Örvar jafnframt: „Auk þess hafa nær allir starfandi meltingarlæknar við deildina (6/8) minnkað við sig stöðuhlutfall en aukið það á öðrum vettvangi. Álagið hefur því aukist mikið á þá sem eftir eru og sífellt verður erfiðara að sinna þeim verkefnum sem berast vegna manneklu. Það myndi líklega einnig fæla frá ef viðkomandi vissi að frá 2008 hefur engin bæst í hópinn, auglýst var staða síðastliðið vor, ein umsókn barst en sá aðili hætti við þegar honum voru ljós kjör og vinnuaðstæður.“ Mánaðarlaun meltingarlæknis á Landspítalanum fyrir 60% starf eru 358.083 krónur. Það gera um 180.000 krónur í útborguð laun. Jón Örvar tekur þó fram að launin verði lægri ef reynsla umsækjanda sem sérfræðingur í meltingarlækningum sé eitthvað styttri en sú 10 ára reynsla sem hann sjálfur hefur. Í lok bréfsins segir svo Jón Örvar: „Vegna stöðu kjaramála lækna á Landspítala en ég hef nú ákveðið að sinna fremur öðrum áhugamálum. Ég er viss um að fleiri sérfræðilæknar á Landspítala hyggjast gera það sama og rétt að stjórnendur íslensks heilbrigðiskerfis átti sig áður en það verður um seinan.“Mannekla á Landspítalanum veldur því að vaktabyrðin hefur verið óhófleg Ólöf Birna, almenni læknirinn sem einnig birti bréf sitt í gær, segir grunnlaun sín á Íslandi vera 410.763 krónur fyrir skatt. Hún segir þau ekki duga til framfærslu og gerir að umtalsefni vaktaskyldu lækna á Landspítalanum: „Eins og margir hafa bent á er möguleikinn til staðar að vinna vaktir umfram dagvinnu, á flestum sviðum innan Landspítalans er það nánast skylda. Ég gæti unnið á kvöldin, nóttunni og um helgar til að hífa upp launin en hef takmarkaðan áhuga á því með þrjú börn á leikskólaaldri og þar að auki maka sem er líka læknir með vaktaskyldu. Við það hækka launin vissulega en það er á kostnað fjölskyldunnar og heilsunnar. Staðan er sú að mánaðarlaun okkar fyrir fulla vinnu á Íslandi duga okkur ekki til framfærslu.“ Ólöf Birna segir manneklu á spítalanum svo valda því að vaktabyrði hafi verið óhófleg. Þar af leiðandi geti hvorki hún né maðurinn hennar, sem einnig er læknir, ráðið sig í fullt starf með vöktum á þeim sviðum sem þau ætla að sérhæfa sig á. Þau myndu einfaldlega vera á vöktum til skiptis sem sé dæmi sem gangi einfaldlega ekki upp en hjónin eiga þrjú börn. Þá segist Ólöf Birna aldrei hafa séð margumrædda milljón á launaseðli sem sagt er að læknar fái að meðaltali í laun. Hún hafi einu sinni fengið 900.000 krónur í laun, fyrir skatt, en þá hafði hún unið 100 vaktir á spítalanum utan dagvinnutíma. Hún segir kjarna málsins vera „ágæt laun en verulega skert lífsgæði.“ Í lok uppsagnarbréfs síns segir Ólöf Birna svo: „Ef dagvinnulaunin væru hærri þannig að við þyrftum ekki að taka jafn mikið af vöktum til að hafa í okkur og á. Ef vinnuveitandinn myndi ekki gera kröfu um svona mikla vaktabyrði sem skapast af manneklu. Vegna bágra kjara og slakra vinnuaðstæðna sjáum við okkur ekki annað fært en að fara. Við gerum ráð fyrir að vera úti í 7-10 ár. Við vitum ekki hvort við flytjum heim aftur. Það er vitanlega það sem mann langar, að vera Íslendingur og búa á Íslandi. En nú, með tölvutækni og tíðum flugferðum, er fjarlægðin ekki svo mikil. Ég sé það a.m.k. ekki fyrir mér að koma heim til þess eins að vinna talsvert meira, vinna á ókristilegum tímum og fá verri laun. Þá væri fjölskyldan mín að tapa lífsgæðum.“ Post by Raddir íslenskra lækna.
Tengdar fréttir Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. 4. nóvember 2014 19:07 Beið í fjóra tíma eftir lækni Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. 25. nóvember 2014 19:15 Enginn árangur á kjarafundi lækna Fundi samninganefnda Skurðlæknafélags Íslands, og ríkisins í kjaradeilu skurðlækna hjá ríkisáttasemjara lauk um klukkan fjögur í dag, án árangurs. 4. nóvember 2014 17:16 Læknar á geðsviði og skurðlækningasviði í verkfalli Á miðnætti hófst verkfall lækna á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans. Verkfallið stendur yfir í tvo sólarhringa. 5. nóvember 2014 08:31 Verkfall lækna hófst á miðnætti Tveggja sólarhringa langt verkfall lækna á kvenna- og barnasviði og rannsóknasviði Landspítalans, á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hófst á miðnætti. 17. nóvember 2014 07:00 Bíður í fjóra mánuði eftir að hitta geðlækninn Ómar Kristjánsson sem stríðir við erfiðan geðsjúkdóm, missti af læknaviðtalinu sínu vegna verkfallsins og þarf að bíða í fjóra mánuði eftir að hitta lækninn sinn. 26. nóvember 2014 20:00 „Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52 Skurðlæknar hefja verkfallsaðgerðir Boðað hefur verið til samningafundar ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í dag og skurðlæknar hafa verið boðaðir til fundar á morgun, en verkfall þeirra hófst í morgun og verður í þrjá daga. 18. nóvember 2014 08:03 Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Fundur milli samninganefndar Læknafélagsins og ríkisins verður haldinn klukkan fjögur. Litlar líkur á að ný spil verði lögð á borðið á fundinum. 18. nóvember 2014 07:00 Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Þunginn fer vaxandi í læknaverkfallinu Þunginn í verkfalli lækna fer vaxandi og óttast yfirlæknir á bráðamóttöku að eldra fólk veigri sér við að leita þangað vegna álags. Fjármálaráðherra segir að ekki verði orðið við óraunhæfum kröfum lækna sem vilji fimmtíu prósenta launahækkun. 4. nóvember 2014 19:07
Beið í fjóra tíma eftir lækni Hann leitaði á bráðamóttökuna vegna verkja fyrir brjósti og öndunarerfiðleika. 25. nóvember 2014 19:15
Enginn árangur á kjarafundi lækna Fundi samninganefnda Skurðlæknafélags Íslands, og ríkisins í kjaradeilu skurðlækna hjá ríkisáttasemjara lauk um klukkan fjögur í dag, án árangurs. 4. nóvember 2014 17:16
Læknar á geðsviði og skurðlækningasviði í verkfalli Á miðnætti hófst verkfall lækna á geðsviði og skurðlækningasviði Landspítalans. Verkfallið stendur yfir í tvo sólarhringa. 5. nóvember 2014 08:31
Verkfall lækna hófst á miðnætti Tveggja sólarhringa langt verkfall lækna á kvenna- og barnasviði og rannsóknasviði Landspítalans, á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni hófst á miðnætti. 17. nóvember 2014 07:00
Bíður í fjóra mánuði eftir að hitta geðlækninn Ómar Kristjánsson sem stríðir við erfiðan geðsjúkdóm, missti af læknaviðtalinu sínu vegna verkfallsins og þarf að bíða í fjóra mánuði eftir að hitta lækninn sinn. 26. nóvember 2014 20:00
„Læknar eiga engra annarra kosta völ“ Félag læknanema lýsir yfir vonbrigðum vegna pattstöðu samningaviðræðna ríkissáttasemjara, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands. 9. nóvember 2014 21:52
Skurðlæknar hefja verkfallsaðgerðir Boðað hefur verið til samningafundar ríkisins og Læknafélags Íslands hjá ríkissáttasemjara í dag og skurðlæknar hafa verið boðaðir til fundar á morgun, en verkfall þeirra hófst í morgun og verður í þrjá daga. 18. nóvember 2014 08:03
Lausn á kjaradeilu lækna ekki í augsýn Fundur milli samninganefndar Læknafélagsins og ríkisins verður haldinn klukkan fjögur. Litlar líkur á að ný spil verði lögð á borðið á fundinum. 18. nóvember 2014 07:00
Segir samninganefnd ríkisins þurfa víðtækara umboð Formaður Læknafélags Íslands segir samninganefnd ríkisins ekki hafa nægjanlegt umboð til að koma til móts við kröfur lækna. 18. nóvember 2014 13:17