Frumflutningur á Vísi: „Fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2014 09:23 „Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember. Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég hef alltaf haft sérstaklega gaman af því að semja jólalög. Frá því að Sleðasöngurinn með Brooklyn fæv kom út árið 1998 hef ég reynt að sinna þessu,“ segir tónlistarmaðurinn Karl Olgeirsson. Hann samdi jólalagið Kraftaverk á jólum sem hann frumflytur á Vísi í dag en flytjendur lagsins eru þau Sigríður Beinteinsdóttir og Dagur Sigurðsson. Karl er kunnugur jólalögum af ýmsu tagi og er algjör reynslubolti þegar kemur að tónlist. „Frá árinu 2002 þangað til í fyrra sá ég um tónlistarstjórn og útsetningar í Frostrósum og hef samið þó nokkur lög fyrir þær. Meðal annars Af álfum sem kom úr á afmælisári Frostrósa 2011. Þegar ég áttaði mig á því að það væru engar Frostrósir í ár ákvað ég að drífa í að taka upp jólalag til að fylla upp í tómið,“ segir Karl. Hann var ekki í vafa um hvaða flytjendur hann ætti að fá til að túlka lagið. „Sigga Beinteins er náttúrulega ókrýnd jóladrottning okkar Íslendinga. Ég vann með Degi í Bat Out of Hell sýningunni í Eldborg og var þrumulostinn yfir þessari rödd. Ég er mjög stoltur yfir því að fá þau til að flytja þetta lag, þau gera það frábærlega, setja mikla sál í þetta.“ En um hvað er lagið? „Lagið fjallar um þessa stórkostlegu tilfinningu að vera ástfanginn á jólunum, eitthvað sem ég vona að flestir hafi upplifað. Sjálfur er ég ástfanginn upp fyrir haus um þessar mundir þannig að lagið segir satt og rétt frá,“ segir Karl í skýjunum en hann á von á barni með sinni heittelskuðu, söng- og leikkonunni Siggu Eyrúnu, þann 20. desember.
Tónlist Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira