Innlent

Lögreglan þarf fleiri byssur en í fyrra

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar
Lögreglan þarf ef eitthvað, fleiri byssur, heldur en hún þurfti þegar ákveðið var að þiggja hríðskotabyssurnar af norska hernum. Þetta segir Jón Bjartmarz yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í viðtali við Stöð 2.

Jón segir að þá hafi verið miðað við lágmarksviðbúnaðargetu lögreglunnar en ógn af samtökunum samtökunum Íslamskt ríki hafi nú bæst við. Jón segir að fjöldamorð á Norðurlöndum hafi líka sett strik í reikninginn. Lögreglan á Íslandi geti ekki leyft sér að trúa því að ekkert slíkt geti gerst hér. Það þurfi að efla viðbúnaðargetu lögreglunnar. Hún sé ófullnægjandi og óforsvaranleg.

Ekki sé forsvaranlegt að senda vanbúna lögreglumenn, illa þjálfaða og óvopnaða lögreglumenn fram í slíkar aðstæður.

Í undirbúningi er að skila greinargerð til ráðherra og allsherjarnefndar Alþingis um vopnaþörf og hættumat lögreglu. Jón segir að ef lögreglan fái ekki fleiri vopn, geti hún heldur ekki borið ábyrgð á afleiðingunum ef eitthvað gerist.


Tengdar fréttir

Landhelgisgæslan mun skila norsku byssunum

Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður gæslunnar við norska herinn í gær og í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá gæslunni.

Þörfin fyrir byssurnar var óljós

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna spyr hver hafi metið þörfina fyrir vopn hér á landi þegar í ljós kemur að hægt sé svo að skila þeim aftur. Þingmaður Pírata segir málið tækifæri til að uppræta leyndarhyggju í stjórnsýslunni. Landhelgisgæslan hefur ákveðið að skila hríðskotabyssunum 250 sem bárust hingað til lands frá Norðmönnum. Þessi ákvörðun var tekin eftir viðræður við norska herinn sem vill fá greiðslur fyrir vopnin.

Fleiri löggur – færri byssur

Þegar ég stundaði nám í lögregluskólanum fór fram eina þjálfun mín í skotvopnum og var hún í mýflugumynd. Síðan eru liðin ellefu ár og ég er fullviss um að ég treysti mér ekki til að skjóta úr Glock eða hríðskotariffli. Ég er ekki einu sinni með skotvopnaleyfi!

Vopnin ekki flutt inn með lögformlegum leiðum

Svo virðist sem Tollgæslan hafi algerlega verið sniðgengin við innflutninginn sem varð til þess að byssurnar voru innsiglaðar af Tollinum í síðustu viku.

Ríkislögreglustjóri bíður svars frá Noregi

Þörf lögreglunnar fyrir vopn er sögð óbreytt þótt Landhelgisgæslan endursendi hríðskotabyssur til Noregs. Lögreglan biður nú Norðmenn milliliðalaust um að útvega sér vopn. Vopnakaup eru ekki brýnasta verkefnið hjá Landhelgisgæslunni.

Ætla að kaupa byssur

Ríkislögreglustjóri hefur í undirbúningi greinargerð til ráðherra um kaup á vopnum þar sem þörf lögreglunnar á þeim hafi aukist.

Tollskylt hafi vopn verið keypt

Tollstjóri hefur innsiglað norsku hríðskotabyssurnar vegna óvissu um hvort þær eru keyptar eða gefnar.

Spurning hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun

Forstjóri Landhelgisgæslunnar segir vopnin frá Noregi verða innsigluð þar til ljóst sé hvort Norðmenn hafi skipt um skoðun varðandi það hvort um gjöf sé að ræða eða ekki.

Fáum sendan reikning fyrir byssunum

Reikningur verði sendur fyrir 250 MP5 hríðskotabyssum sem Landhelgisgæslan telur sig hafa fengið að gjöf frá norska hernum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×