Hrossakaupin um Þjórsárvirkjanir og ESB-umsókn eru svakalegur lestur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2014 12:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. „Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú, sem studdu síðustu ríkisstjórn, og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns, Össurar Skarphéðinssonar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar rammaáætlun kom til tals við upphaf þingfundar í morgun. Fram kom að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Bjarni sagði að Össur hafi lýst því nákvæmlega í bókinni „Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. „Það er svakalegur lestur, virðulegi forseti, svakalegur lestur. Hvernig Evrópusambandsmálið og nákvæmlega þetta mál gekk í hrossakaupum milli stjórnarflokka þess tíma,“ sagði Bjarni. Í frétt Stöðvar 2 í lok síðasta árs kom fram að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Þannig lýsir Össur fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012:Össur í síðustu ríkisstjórn: "Ég blæs á laxarökin."„Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“ Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB. Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið. Tengdar fréttir Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Það er athyglisvert að sjá svona stór orð falla af vörum stjórnarandstæðinga nú, sem studdu síðustu ríkisstjórn, og hafa greinilega ekki lesið bók háttvirts þingmanns, Össurar Skarphéðinssonar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar rammaáætlun kom til tals við upphaf þingfundar í morgun. Fram kom að formaður atvinnuveganefndar legði til að átta virkjanakostir sem nú eru í biðflokki yrðu færðir yfir í nýtingarflokk. Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, sagði ríkisstjórnina sýna ótrúlegan átakavilja og þingflokksformaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði þessa ákvörðun stríðsyfirlýsingu. Bjarni sagði að Össur hafi lýst því nákvæmlega í bókinni „Ári drekans“ hvernig Þjórsárvirkjanir voru notaðar í hrossakaupum síðustu ríkisstjórnar. „Það er svakalegur lestur, virðulegi forseti, svakalegur lestur. Hvernig Evrópusambandsmálið og nákvæmlega þetta mál gekk í hrossakaupum milli stjórnarflokka þess tíma,“ sagði Bjarni. Í frétt Stöðvar 2 í lok síðasta árs kom fram að Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, greindi frá því í bók sinni að hann hafi blásið á „laxarökin“ þegar Oddný Harðardóttir, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti öðrum ráðherrum Samfylkingarinnar þá niðurstöðu sína og Svandísar Svavarsdóttur, þáverandi umhverfisráðherra, að Þjórsárvirkjanir yrðu færðar úr nýtingarflokki yfir í biðflokk „vegna nýrra röksemda um laxastofna árinnar“. Þannig lýsir Össur fundi ráðherra Samfylkingarinnar í höfuðstöðvum flokksins á Hallveigarstíg þann 13. febrúar árið 2012:Össur í síðustu ríkisstjórn: "Ég blæs á laxarökin."„Ég hef nokkur orð um mína afstöðu, blæs á laxarökin sem ég veit að Veiðimálastofnun mun aldrei stimpla og klykki út með því að segja að þingflokkurinn muni aldrei samþykkja þetta. Það er spurt nokkuð höstuglega við hvaða þingmenn ég eigi. Ég svara með sömu hvefsni: „Til dæmis sjálfan mig.“ Ég ætla ekki að gefa mitt samþykki meðan ekki er fullséð hvort VG standi við stjórnarsáttmálann gagnvart ESB-umsókninni.“ Össur, sem er doktor í lífeðlisfræði laxfiska, kveðst hafa verið heldur hlynntur virkjunum í Þjórsá, nema Norðlingaölduveitu. Tilfinningaríkur málflutningur Róberts Marshalls, um að vernda ætti Urriðafoss vegna þess að hann væri svo fallegur, hafi þó snert við sér. „Það eru lögmæt rök. Eðlileg málamiðlun væri að tvær virkjananna, Holtavirkjun og Hvammsvirkjun, fengju framgang og Urriðafoss yrði verndaður,“ segir Össur í bókinni. Hann bætir við að það hafi verið afspyrnuvond samningatækni að fallast á kröfur VG um að fresta öllum Þjórsárvirkjunum án þess að klára önnur mál sem voru í uppnámi, fyrst og fremst þau sem tengdust ESB. Össur greinir síðan frá því að þær Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Oddný Harðardóttir hafi á fundi ráðherra Samfylkingarinnar þann 5. mars 2012 sagt að þær hafi lokið samningum við VG og niðurstaðan feli í sér frestun á virkjunum í Hágöngum og Skrokköldu og „rök Orra Vigfússonar um laxastofna eigi að útskýra frestun Þjórsár“. Stöllurnar hafi lagt áherslu á það að allir ráðherrarnir tryggðu að þingflokkurinn styddi málið.
Tengdar fréttir Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Blés á laxarökin gegn virkjunum í Þjórsá Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi ráðherra, greinir frá því í bók sinni, Ári drekans, að hann blási á "laxarökin“ sem síðasta ríkisstjórn notaði til að salta Þjórsárvirkjanir. 30. desember 2013 18:47