Íslenski boltinn

Pálmi Rafn fundar með FH á morgun

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pálmi Rafn Pálmason er á leið frá Lilleström.
Pálmi Rafn Pálmason er á leið frá Lilleström. mynd/lsk.np
Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaður Lilleström í Noregi, á fund með forráðamönnum FH á morgun, samkvæmt heimildum Vísis.

Húsvíkingurinn er líklega á leið heim úr atvinnumennsku og er eftirsóttur, en auk FH-inga eru KR, Valur og KA spennt fyrir því að fá hann í sínar raðir.

Pálmi Rafn spilaði síðast hér heima með Val 2008 en fór á miðju sumri til Stabæk þar sem hann dvaldi í fjögur ár. Hann hefur undanfarin þrjú tímabil leikið með Lilleström við góðan orðstír, en hann skoraði níu mörk í 27 leikjum í ár.

Samningaviðræður hans við Lilleström hafa gengið illa og eru litlar líkur á að Pálmi Rafn spili undir stjórn Rúnar Kristinssonar hjá liðinu á næsta ári.

FH er nú þegar búið að fá til sín tvo öfluga leikmenn, en það keypti Þórarinn Inga Valdimarsson frá ÍBV og samdi við Finn Orra Margeirsson, fyrirliða Breiðabliks.


Tengdar fréttir

Rúnar vill semja við Pálma Rafn

Rúnar Kristinsson, nýráðinn þjálfari, hefur beðið stjórn félagsins um að gera nýjan samning við Húsvíkinginn Pálma Rafn Pálmason.

Pálmi með þrennu fyrir Lilleström

Pálmi Rafn Pálmason stal senunni í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar hann skoraði þrennu fyrir Lilleström sem lagði Start 4-1.

Rúnar á leið í erfiðar aðstæður?

Margt bendir til þess að Rúnar Kristinsson fyrrverandi þjálfari KR taki við þjálfun norska knattspyrnuliðsins Lilleström en Rúnar gæti komið inn í mjög erfiðar aðstæður.

Rúnar: Ég elska Lilleström

Rúnar Kristinsson brosti sínu blíðasta á blaðamannafundi Lilleström áðan þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×