Bíó og sjónvarp

Fleiri kvenkyns karakterar í Lego Movie 2

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kvikmyndin Lego Movie sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd á þessu ári.

Lítið var um kvenkyns karaktera í Lego Movie en samkvæmt handritshöfundum og leikstjórum hennar og framhaldsmyndarinnar, Lego Movie 2, verða fleiri konur í framhaldsmyndinni. 

„Ég vil ekki uppljóstra neinu en það verða fleiri kvenkyns karakterar og fleira tengt konum,“ segir Chris Miller, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, í samtali við BBC News. Phil Lord, sem einnig er leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, tekur í sama streng.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að myndin nái til sem flestra og að við veitum ungum konum innblástur jafn mikið og við veitum ungum karlmönnum innblástur. Maður finnur að kvikmyndaiðnaðurinn er að fatta að helmingur áhorfenda eru konur,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.