„Viljum gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið“ Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2014 11:09 Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin. Mynd/Davíð Örn Símonarson „Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“ Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Viðskipti innlent Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Viðskipti innlent Icelandair hefur flug til Miami Viðskipti innlent Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Rannveig kjörin heiðursfélagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Sjá meira
„Okkur fannst vera ákveðið „gap“ á markaðnum sem við erum að reyna að fylla,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Blendin, en fyrirtækið hefur hrundið af stað þremur „vöktum“ – Tilboðsvaktinni, Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni – sem sem ætlaðar eru fyrir markhópinn sextán til 25 ára eða svo. Davíð Örn segir þetta vera skemmtilega pælingu sem starfsmenn Blendin hafi nýlega varið nokkrum nóttum í að klára. „Þetta er í rauninni innbyggt inn í Snapchat. Við erum að reyna að vera á undan bylgjunni með því að gera Snapchat að meiri miðli en hann hefur verið.“ Davíð segir Tilboðsvaktina vera miðaða fyrir fyrirtæki til að koma sínum vörum áleiðis til þessa markhóps í gegnum Snapchat. „Þessi markhópur sem við höfum verið að stíla inn á – það er næstum hver einasti með Snapchat. Það sem okkur fannst svolítið áhugavert er að búa til vaktir inn á Snapchap. Nú er auðveldlega hægt að bæta til dæmis Tilboðsvaktinni við sem vin. Það er í raun bara vakt þar sem þú getur séð hin og þessi tilboð frá fyrirtækjum sem eiga kannski erfitt að markaðssetja fyrir þennan ákveðna markhóp. Þetta er ekki liðið sem er að skoða bæklinga sem fara inn um lúguna eða flettir í gegnum blöðin. Þessi markhópur vill líka fá að vita af áhugaverðum tilboðum sem henta þeim vel.“Djammvakt drifin áfram af notendumDavíð segir fyrirtækið svo vera með tvær aðrar „vaktir“ – Jólagjafavaktina og Djammvaktina. „Jólagjafavaktin er reyna hjálpa fólki sem veit ekki nákvæmlega hvað eigi að gefa öðrum í jólagjöf. Þá má skoða hinar og þessar vörur frá búðum og öðrum, hvað getur verið sniðugt að gefa í jólagjöf.“Hann segir svo að með því að bæta þriðju vaktinni, Djammvaktinni, við sem vin á Snapchat sé hægt að fylgjast með hvernig skemmtanalífið er í Reykjavík eða á Íslandi. „Þar er hægt að bæta við efni sjálfur. Ef þú ert til dæmis á Pallaballi eða eitthvað geturðu tekið mynd eða snapp og þá gætu allir séð það sem eru með Djammvaktina sem vin.“ Davíð segir verkefnið vera í startholunum. „Tilboðsvaktin er byrjuð að rúllað. Það er hægt að bæta við Jólagjafavaktinni og Djammvaktinni sem vin, en það er ekki komið neitt efni þar inn enn sem komið er. Djammvaktin er hins vegar bara drifin áfram af notendum og við vonumst til að það komi efni þangað inn um næstu helgi.“Mikið púður farið í markaðssetninguDavíð segir sama hóp standa að baki „vöktunum“ og hefur verið að þróa samfélagsmiðilinn Blendin, samfélagsmiðli sem byggir á korti sem gefur notendum kost á því að deila staðsetningu sinni með ákveðnum vinum og veitir einnig upplýsingar um hverjir hafa hug á að fara út að skemmta sér. „Við höfum verið að þróa miðilinn áfram. Það hefur mikið púður farið í markaðssetningu í október sem gekk mjög vel. Við fengum fullt af nýjum notendum. En þetta er eins og með aðrar nýjar vörur, það þarf bara að halda áfram að þróa hana og finna hvað notendur vilja, finna út hvað þeir myndu frekar vilja sjá en annað. Við viljum fá notendur til að skilja miðilinn betur og ná strax að verða „hooked“ á honum því það tekur smá tíma að skilja „konseptið“ og verða þannig tíður notandi.“
Tengdar fréttir Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00 Mest lesið 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Verðbólga mjakast niður á við Viðskipti innlent Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Viðskipti innlent Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Viðskipti innlent Icelandair hefur flug til Miami Viðskipti innlent Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Rannveig kjörin heiðursfélagi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Sjá meira
Blendin-appið loksins komið út Útspekúlerað, íslenskt app fyrir þá sem eru að fara út að skemmta sér. 11. apríl 2014 10:00