Vill leggja niður mannanafnanefnd:„Verðum að treysta fólki“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. nóvember 2014 08:21 Óttarr Proppé er einn flutningsmanna frumvarpsins. vísir/pjetur „Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
„Stóra breytingin yrði í raun og veru að leggja niður mannanafnanefnd og einfalda lögin um mannanöfn mjög mikið og taka út skilgreiningu á því hvaða mannanöfn á Íslandi eru lögleg og gera ráð fyrir því einfaldlega að þau séu bara öll lögleg,“ segir Óttarr Proppé, alþingismaður og flutningsmaður frumvarps um breytingar á lögum um mannanafnanefnd í þættinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Óttarr vill að mannanafnanefnd verði í framtíðinni óþörf. „Hugsunin á bakvið þetta hjá okkur er að treysta fólki og þegar kemur að nöfnum, þá held ég það sé ein stærsta ákvörðun hvers manns eða foreldris og við eigum hreinlega að treysta fólki fyrir því.“ Hann segir að í dag séu lögin sett upp á þann hátt að skilgreint sé hvaða nöfn geti í raun verið lögleg á Íslandi. „Eitt skilyrðið er að það falli að íslenskri tungu og ég held að það komi nú nokkuð að sjálfu sér. Íslendingar velja sér nöfn sem ganga á Íslandi. Í dag er samt ákveðið ójafnræði, því þeir sem eru fæddir og skírðir erlendis fá að flytja með sér nöfnin á meðan þeir sem eru fæddir á Íslandi eru takmarkaðir við þennan lista af nöfnum.“ Óttarr segir að annað skilyrðið sé að nöfn mega ekki vera fólki til ama eins og það sé orðað í lögunum. „Það e raun og veru nokkuð erfið skilgreining. Mannanafnanefnd hefur þurft að úrskurða um það í raun og veru. Það má spyrja sig hvort þetta sé einhverskonar smekksatriði, frekar en hitt.“ Þriðja skilyrðið sé að nafnið sé skilgreint sem karlmanns eða kvenmannsnafn. „Ef við erum með skilyrði í lögunum um slíka skilgreiningu, þá kallar það á að eitthvað apparat skilgreini þá nöfnin, sem þýðir að við þyrftum að hafa mannanafnanefnd til þess. Við teljum að það sé í raun og veru ekki þörf á því að vera með skilgreiningar.“ Nokkrir flutningsmenn eru á Alþingi að frumvarpinu en Óttarr segist hafa fengið góðan hljómgrunn á þinginu með frumvarpið.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira