Flaug mjög lágt hjá Reyðará rétt áður en hún fórst í Héðinsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2014 20:45 Hjalti Einarsson vélvirki. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira
Hann var níu ára gamall þegar hann var sá síðasti til að sjá flugvélina sem fórst í Héðinsfirði fljúga mjög lágt yfir og hverfa inn í þoku. 67 árum eftir þetta mannskæðasta flugslys á Íslandi lýsir Hjalti Einarsson, vélvirki í Hafnarfirði, í fyrsta sinn í fjölmiðlum því sem hann sá frá bænum Reyðará á Siglunesi þennan örlagaríka dag, 29. maí árið 1947. Bókin „Harmleikur í Héðinsfirði“, eftir Margréti Þóru Þórsdóttur, var gefin út fyrir fimm árum um slysið en þar er þess getið að níu ára strákur á bænum Reyðará, Hjalti Einarsson, hafi síðastur séð flugvélina á lofti. Rannsóknarnefnd heyrði vitnisburð Hjalta á sínum tíma en hann lýsir því nú í fyrsta sinn opinberlega í fjölmiðlum sem hann sá frá sjávarbakkanum við Reyðará.Bærinn Reyðará á Siglunesi séður úr flugvél. Hjalti stóð á sjávarbakkanum þegar hann sá flugvélina skjótast framhjá og farþegana veifa til sín.Mynd/Úr einkasafni.Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 kvaðst Hjalti hafa heyrt í flugvélinni koma. „Svo veður hún náttúrlega þarna framhjá. Og ég sé að hún er það lágt, - ég er á bakka sem er eitthvað um tuttugu metra hár. Ég sé sem sagt í gegnum gluggaröðina og út í gegnum vélina, - sé farþegana ágætlega. Þetta náttúrlega tekur mjög stutt af, fljótt af. Og ég held því fram að það hafi farþegar veifað mér þarna. Ég held að það sé nokkuð öruggt. En þeir hljóta nú að hafa verið svolítið stressaðir, - að vera svona lágt flogið,“ sagði Hjalti. „Og vængurinn - í raun og veru vængendinn - hann er neðan við grastorfuna sem ég stend á. Og svo fór hún þarna austur með og þokan var í eitthvað um fimmtíu metra hæð á Hvanndölunum.“ Hjalti segir að þokan hafi síðan fallið niður að sjó og þannig alveg orðið dimmt en hann sá flugvélina hverfa inn í þokuna. Flakið fannst rúmum sólarhring síðar, í hlíðum Hestfjalls aðeins um tvo kílómetra frá Reyðará, og kom þá í ljós að allir 25 um borð höfðu farist. Nánar var rætt við Hjalta í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld.Hjalti Einarsson var 9 ára gamall þegar flugvél Flugfélags Íslands fórst í Héðinsfirði árið 1947.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.
Fjallabyggð Fréttir af flugi Hafnarfjörður Um land allt Mest lesið Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Fleiri fréttir Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Sjá meira