Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2014 19:17 Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur. Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur.
Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Sjá meira
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16