Óvissa um útskrift tónlistarnema Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2014 19:30 Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Formaður Félags tónlistarskólakennara segir að á brattann hafi verið að sækja í kjaraviðræðum sem lauk með samningi snemma í morgun. Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu sem lýkur áttunda desember næstkomandi. Fjölmargir nemendur misstu kennslu í píanólei og söng eog eins í fræðilega hluta námsins hér í Tónlistarskólanum í Reykjavík og því eru allir mjög fegnir að kennararnir séu komnir aftur til starfa. Sigrún Grendal Jóhannesdóttir formaður Félags tónlistarskólakennara segir að það hafi verið á brattan að sækja í samningaviðræðunum. Kannarar hafi ekki náð fram sínum ýtrustu kröfum en á móti sé samið til skamms tíma og áfram verði sótt á um leiðréttingu kjara tónlistarskólakennara. En fimm vikna verkfall hefur haft áhrif á námsframvindu fjölmargra nemenda, sérstaklega þá sem eru á lokaári. „Þetta hafði áhrif á töluvert marga nemendur. Sumir misstu í rauninni alla sína tíma, bæði hljóðfæratíma og fræðigreinatíma. Sumir misstu bara hljóðfæratíma og aðrir bara fræðigreinatíma. En það voru mjög margir sem urðu fyrir einhvers konar áhrifum,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík þar sem um 150 nemendur stunda nám. Áslaug Rún Magnúsdóttir ætlar að klára áttunda stigið og taka brottfararpróf á klarinett næsta vor og er vissulega fegin að fá loks aftur kennslu í fræðilega hluta námsins. „Jú ég er vissulega ánægð með það en önnin er samt smá ónýt myndi ég segja. Því núna ætti önnin að vera að klárast um þessa eða næstu helgi. Ég er búin að missa fimm tíma úr, þannig að ég veit ekki hvernig þetta verður,“ segir Áslaug Rán. Óvissan er því nokkur hjá Áslaugu Rán, bæði hvað varðar námslok og síðan framhaldsnám. „En ætli ég stefni ekki á eitthvað listnám. Hvort sem það verður einleiks klarinettuleikari eða eitthvað annað,“ segir Áslaug Rán. En er draumur að komast í Sinfóníuna? „Það er náttúrlega gaman en ég held að það sé líka margt annað í boði og það er kannski bjánalegt að helga líf sitt teimur stöðum í Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir klarinettuleikarinn ungi. Aðstoðarskólastjórinn segir að hliðra verði til með próf, sérstaklega fyrir lokaársnemendur. „Við verðum að finna einhverja leið til þess að þau geti gert það með sóma. Hvort sem þau hafa misst hljóðfæratíma eða fræðigreinar. Því þau vilja náttúrlega halda sínu striki og klára og fara til útlanda eða í Listaháskólann eða hvernig sem það verður,“ segir Þórunn Guðmundsdóttir.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira