Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Birta Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 20:00 Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira