Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn Birta Björnsdóttir skrifar 25. nóvember 2014 20:00 Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn. Í gögnum málsins kemur meðal annars fram að lögreglumaðurinn, Darren Wilson, heldur því fram að hinn óvopnaði Michael Brown hafi ógnað sér og reynt að ná af sér byssunni. Wilson ber því við sjálfsvörn en hann skaut hinn sautján ára Brown tólf sinnum. Þykir mörgum málið lýsandi dæmi fyrir það kynþáttamisrétti sem enn ríkir í Bandaríkjunum, en í bænum Fergusson eru rúmlega 90% lögreglumanna hvítir þrátt fyrir að tæplega 70% íbúa bæjarins séu svartir. „Það er mikilvægt að hafa í huga að einstaklingarnir í kviðdómnum eru eina fólkið sem hefur heyrt vitnisburð allra sem að málinu koma auk þess að hafa grandskoðað öll sönnunargögn í málinu. Þeirra niðurstaða er að ekki sé tilefni til að leggja gram ákæru gegn lögreglumanninum Wilson," tilkynnti saksóknarinn Bob McCulloch í nótt. Viðbrögðin við niðurstöðu kviðdómsins létu ekki á sér standa og reiðir mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum og skutu úr byssum. Forseti Bandaríkjanna lagðist á árar með fjölskyldu Brown, sem hvatti til friðsamlegra mótmæla þeirra sem ósáttir eru við úrskurðinn. Líklegt þykir að ófriðarbálið komi til með að loga áfram næstu daga. Og það var ekki bara mótmælt í Ferguson, víðsvegar um Bandaríkin streymdi fólk út á götur í kjölfar úrskurðarins. „Hann var á mínum aldri, ég gæti því átt á hættu að vera skotinn til bana án þess að það hefði nokkrar afleiðingar fyrir þann sem gerði það," sagði Haki Daniels, íbúi í Los Angeles. Þá fóru einnig fram mótmæli í Cleveland þar sem lögreglumaður skaut hinn 12 ára Tamir Rice til bana um helgina. Rice var skotinn á þriggja metra færi á leikvelli eftir að hafa veifað dótabyssu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira