Arkadiusz Lech Ustaszewski sem lögregla lýsti eftir í tengslum við rannsókn á alvarlegri líkamsárás á Hverfisgötu í Reykjavík á sunnudagskvöld er kominn í leitirnar.
Í tilkynningu þakkar lögregla fyrir veitta aðstoð.

Sá særði var fluttur á spítala og er í aðgerð. Ekki er hægt að upplýsa um ástand hans að svo stöddu.
Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu í gærkvöldi.
Rannsókn lögreglu á líkamsárásinni í gærkvöldi í fullum gangi.
Þeir sem vita hvar Arkadiusz Lech Ustaszewski er niðurkominn eru beðnir að hafa samband við lögreglu.
Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.