Flestum spurningum Landspítalans og Eflingar svarað Samúel Karl Ólason skrifar 25. nóvember 2014 14:00 Ingólfur Þórisson er framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítalans. Vísir/Getty Framkvæmdastjóri Hreint ehf. fundaði með forsvarsmönnum Landspítalans í morgun vegna gagnrýni Eflingar á kjör starfsfólks fyrirtækisins. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítalans segir fundinn hafa verið ágætan og að svör hafi fengist við flestum spurningum. „Við viljum fylgjast með hvernig menn eru að haga sinni vinnu og hvort það sé ekki örugglega verið að fara eftir kjarasamningum,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Stéttarfélagið Efling hafði sent Landspítalanum bréf vegna málsins en Ingólfur segir að þar sé komið að um tíu atriðum. Efling segir þann ræstingahóp sem sér um þrif á Landspítalanum hafa setið eftir í launahækkunum. Um er að ræða tólf pólska starfsmenn sem sjá um þrif á 26 þúsund fermetra svæði. „Við óskuðum eftir skýringum á þessu. Fundurinn var ágætur en sumt er enn óljóst. Varðandi mörg atriði fengum við fullnægjandi svör, en það eru tvö eða þrjú atriði sem Hreint þarf að fá frekari skýringar á áður en þeir geta svarað okkur.“ Forsvarsmenn Hreint munu funda með Eflingu á morgun þar sem farið verður sérstaklega yfir þau atriði sem enn eru óljós. Ingólfur hefur óskað eftir því að fá Landspítalinn fái að fylgjast með þeim fundi og hann reiknar með því að heyra frá Hreint eftir fundinn á morgun. „Þessu er ekki lokið og við munum væntanlega heyra í fyrirtækinu eftir að þeir eru búnir að tala við Eflingu á morgun.“ Tengdar fréttir Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir að ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi. 20. nóvember 2014 19:46 Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. 19. nóvember 2014 15:12 Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. 20. nóvember 2014 13:12 „Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Pólskt ræstingarfólk óskaði eftir að fulltrúi Eflingar sætu fund með fyrirtækinu Hreint. Hagfræðingi Eflingar var vísað af fundinum. 19. nóvember 2014 09:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hreint ehf. fundaði með forsvarsmönnum Landspítalans í morgun vegna gagnrýni Eflingar á kjör starfsfólks fyrirtækisins. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri Rekstrarsviðs Landspítalans segir fundinn hafa verið ágætan og að svör hafi fengist við flestum spurningum. „Við viljum fylgjast með hvernig menn eru að haga sinni vinnu og hvort það sé ekki örugglega verið að fara eftir kjarasamningum,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Stéttarfélagið Efling hafði sent Landspítalanum bréf vegna málsins en Ingólfur segir að þar sé komið að um tíu atriðum. Efling segir þann ræstingahóp sem sér um þrif á Landspítalanum hafa setið eftir í launahækkunum. Um er að ræða tólf pólska starfsmenn sem sjá um þrif á 26 þúsund fermetra svæði. „Við óskuðum eftir skýringum á þessu. Fundurinn var ágætur en sumt er enn óljóst. Varðandi mörg atriði fengum við fullnægjandi svör, en það eru tvö eða þrjú atriði sem Hreint þarf að fá frekari skýringar á áður en þeir geta svarað okkur.“ Forsvarsmenn Hreint munu funda með Eflingu á morgun þar sem farið verður sérstaklega yfir þau atriði sem enn eru óljós. Ingólfur hefur óskað eftir því að fá Landspítalinn fái að fylgjast með þeim fundi og hann reiknar með því að heyra frá Hreint eftir fundinn á morgun. „Þessu er ekki lokið og við munum væntanlega heyra í fyrirtækinu eftir að þeir eru búnir að tala við Eflingu á morgun.“
Tengdar fréttir Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir að ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi. 20. nóvember 2014 19:46 Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. 19. nóvember 2014 15:12 Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. 20. nóvember 2014 13:12 „Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Pólskt ræstingarfólk óskaði eftir að fulltrúi Eflingar sætu fund með fyrirtækinu Hreint. Hagfræðingi Eflingar var vísað af fundinum. 19. nóvember 2014 09:54 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Segir meinta óánægju ræstingafólks vera innanhússmál Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sér um ræstingar hjá Landspítalanum í Fossvogi segir að ólgan í deilunni sé að hluta til byggða á misskilningi. 20. nóvember 2014 19:46
Neitar ásökunum um að fólk fái greitt undir lágmarkslaunum Framkvæmdastjóri ræstingarfyrirtækisins Hreint telur að helsta umkvörtunarefni starfsmanna sinna hafi snúið að ósk um bólusetningu vegna vinnu sinnar á Landspítalanum. 19. nóvember 2014 15:12
Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. 20. nóvember 2014 13:12
„Ótrúlegt atvik og vanvirða við fólkið“ Pólskt ræstingarfólk óskaði eftir að fulltrúi Eflingar sætu fund með fyrirtækinu Hreint. Hagfræðingi Eflingar var vísað af fundinum. 19. nóvember 2014 09:54