Hanna Birna Kristjánsdóttir, fráfarandi innanríkisráðherra, fór í dag í frí til útlanda. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er starfandi innanríkisráðherra í þá daga sem Hanna Birna verður úti.
RÚV greindi fyrst frá. Hanna Birna tilkynnti um afsögn sína á föstudag og hefur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýst því yfir að hann vilji skipa eftirmann hennar sem fyrst. Leysa þarf Hönnu Birnu formlega frá skyldum sínum á fundi ríkisráðs á Bessastöðum.

