Innlent

Fjórir yfirheyrðir vegna lífshættulegrar hnífstungu

Gissur Sigurðsson skrifar
Maðurinn var fluttur beint á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt. Þaðan var hann fluttur á gjörgæsludeild.
Maðurinn var fluttur beint á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt. Þaðan var hann fluttur á gjörgæsludeild. Mynd/Þorgeir Ólafsson
Yfirheyrslur hefjast um hádegisbil yfir fjórum karlmönnum, sem eru grunaðir um að hafa sært karlmann lífshættulega á Hverfisgötu, á milli Vitastígs og Barónstígs, seint í gærkvöldi. Maðurinn lá þungt haldinn og var í lífshættu þegar fréttastofa náði tali af lækni á slysadeild í morgun. Síðan hefur ekki náðst í lækni á spítalanum.

Lögregla handtók fjóra erlenda karlmenn á vettvangi vegna málsins en þeir eru allir búsettir hér á landi. Þeir eru grunaðir um að hafa veitt manninum áverkana lífshættulegu en sá er einnig erlendur. Maðurinn var fluttur beint á slysadeild þar sem hann gekkst undir aðgerð í nótt. Þaðan var hann fluttur á gjörgæsludeild.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir fleiri ekki hafa verið handtekna vegna málsins. Málsatvik eru enn á huldu en yfirheyrslur eru framundan sem fyrr segir.


Tengdar fréttir

Í lífshættu eftir hnífstungu á Hverfisgötu

Karlmaður liggur nú þungt haldinn og í lífshættu, að sögn lækna, á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu á Hverfisgötu í gærkvöldi. Lögreglan handtók fjóra karlmenn á vettvangi, grunaða um að hafa veitt manninum lífshættulega áverka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×