Ekkert öryggi í „lokuðum grúppum“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. nóvember 2014 19:47 Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Vísir/GVA/GVA Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“ Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Það er ekki til neitt sem heitir lokaður hópur á samfélagsmiðlum þegar meiðyrði eru annars vegar. Hæstaréttarlögmaður segir það ekki skipta máli fyrir refsinæmi ummæla hvort að þau eru látin falla á lokuðu svæði eða ekki. Hæstiréttur staðfesti í vikunni sýknudóm í meiðyrðamáli sem Egill Einarsson höfðaði á hendur Inga Kristjáni Sigurmarssyni fyrir ærumeiðandi aðdróttun. Málið snerist um mynd sem Ingi birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hluti málsvarnar Inga var á þá leið að hann hafi sannarlega sett myndina inn á Instagram en það sem sem slíkt hafi ekki falið í sér raunverulega birtingu samkvæmt almennum hegningarlögum, þar sem takmarkaður fjöldi manna hafði aðgang að henni. Með öðrum orðum: Ingi stjórnaði því hver sá myndina af Agli. Þetta þekkja flestir sem nota samfélagsmiðla. Með stillingu skilmála um friðhelgi teljum við okkur vera nokkuð örugg, segjum mögulega eitthvað misjafnt, til dæmis í lokuðum hópum, sem við annars hefðum ekki gert. Það hlýtur að vera í lagi, eða hvað? Nýfallin dómur Hæstaréttar, sem er athyglisverður í þessu ljósi, segir nei, eða orðrétt: „Ekki verður á það fallist, enda telst það birting samkvæmt hefðbundinni skýringu á hugtakinu að eitthvað sé gert aðgengilegt á rafrænan hátt fyrir jafn stóran hóp og að framan greinir, án tillits til þess hvort í hlut eiga vinir og kunningjar þess sem það gerir.“ Stóra spurningin er því þessi: Er munur á því að fullyrða að einhver sé nauðgarasvín eða annað í lokaðri grúppu og að básúna um það á opinberu vettvangi? Svarið er nei. „Það er enginn munur á því,“ segir Gunnar Ingi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður. „Að minnsta kosti hvað varðar hvort ummælin geti talist refsiverð eða ekki. Hinsvegar hvort að þau eru látin falla opinberlega eða ekki, það hefur bara áhrif á þyngd refsingar eða mögulega fjarhæð miskabóta.“ Á síðustu árum hafa dómstólar tekið fjölmörg mál til umfjöllunar þar sem ærumeiðandi ummæli og samfélagsmiðlar koma til kasta. „Það hefur verið reynt á þetta í lokuðum hópum á Facebook, MySpace og nú Instagram og í öllum tilvikum held ég að dómstólar hafi komist að þeirri niðurstöðu að ummæli sem eru látin falla á þessum miðlum séu látin falla opinberlega og menn verða að gæta að því.“
Tengdar fréttir „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. 22. nóvember 2014 14:15
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36