„Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. nóvember 2014 14:15 Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir dóm Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils Einarssonar beinlínis rangan. Vísir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“ Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi Hæstaréttardómari, segir sýknunardóm sem féll í meiðyrðamáli Egils Einarssonar gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni „beinlínis rangan“ og að ef ekki sé um meiðyrði að ræða, sé „ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar gagnrýnir dóm Hæstaréttar í Morgunblaði dagsins í dag í grein sem ber heitið „Fuck you rapist bastard.“ Vísar það heiti til ummæla Inga Kristjáns á vefsíðunni Instagram við mynd af Agli. Tveir dómarar Hæstaréttar töldu þessi ummæli varin af stjórnarskrárákvæði um tjáningarfrelsi en Ólafur Börkur Þorvaldsson dómari skilaði sératkvæði og taldi Egil eiga rétt á bótum vegna ummæla og myndbirtingar Inga Kristjáns. „Þetta er að mínu mati alveg sáraeinfalt og augljóst mál, að þetta eru meiðyrði um þennan mann, og ég skil ekki hvers vegna dómararnir dæma það ekki,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. „Ef þetta eru ekki meiðyrði, þá eru meiðyrði ekki lengur til í lagaumhverfinu á Íslandi. Ef þú mátt segja, opinberlega, við viðmælanda þinn að hann sé nauðgari, þá er ekkert lengur til sem heitir meiðyrði.“ Jón Steinar hefur gagnrýnt ýmislegt við störf Hæstaréttar, ekki síst í nýrri bók hans, en hann vill meina að dómstóllinn hafi glatað trausti almennings og margar ástæður séu þar að baki. „Og þetta er í stíl við það já, það eru dómar af þessu tagi sem valda því að menn reka upp stór augu og það hefur áhrif á traust sem almenningur hefur til dómstólsins,“ segir Jón Steinar. „Af hverju ræður hann ekki við að dæma þetta mál?“ Í grein sinni í Morgunblaðinu spyr Jón Steinar jafnframt hvort dómararnir tveir hafi látið ummælin standa vegna „óvildar“ í garð Egils Einarssonar eða „kunningsskap“ í garð Inga eða einhvers honum tengdum. „Ég bara spyr spurninga um það hvernig stendur á því að dómarar við æðsta dómstól þjóðarinnar kveði upp svona dóm,“ segir hann. „Ég veit ekkert um það, þetta eru bara tilgátur. Það er allavega ljóst að hlutlaus beiting réttarheimilda og laga leiðir ekki til þessarar niðurstöðu. Ef menn vilja fá skýringu á henni, þá verða menn að leita annað.“
Tengdar fréttir Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16 Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00 Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30 Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02 Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir hóp lögfræðinga stjórna Hæstarétti „Það sem er að í okkar dómskerfi er að hér eru menn skipaðir í dómarastarf án þess að nokkur viti áður fyrirfram hvaða skoðanir menn hafa á grundvallaratriðum á starfsháttum dómsstóla,“ segir Jón Steinar. 14. október 2014 11:16
Segir Markús ráða því sem hann vill ráða í Hæstarétti Jón Steinar Gunnlaugsson varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók. 9. október 2014 17:00
Áfrýjun Egils vegna nauðgunarummæla á dagskrá Hæstaréttar Mál Egils Einarssonar, einnig þekktur sem "Gillzenegger“, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni verður tekið fyrir í Hæstarétti eftir tvær vikur. 13. október 2014 12:30
Jón Steinar opnar sig um Hæstarétt Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, varpar spegli í salarkynni Hæstaréttar í nýrri bók sinni. Jón Steinar ræddi um efni bókarinnar í viðtali við Ísland í dag fyrr í kvöld. 9. október 2014 21:02
Nauðgaraummælin standa Egill Einarsson tapaði meiðyrðamáli gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni, sem skrifaði "Fuck you rapist bastard“ á mynd af honum. 20. nóvember 2014 16:36