Innlent

Annar Molotov-mannanna í gæsluvarðhaldi til 17. desember

Bjarki Ármannsson skrifar
Manninum verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til 17. desember næstkomandi.
Manninum verður gert að sæta gæsluvarðhaldi til 17. desember næstkomandi. Vísir
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem grunaður er um að hafa kveikt í bíl fulltrúa sýslumannsins á Akureyri. Honum verður gert að sæta varðhaldi til 17. desember næstkomandi.

Sá dæmdi á að baki langan brotaferil. Hann hefur 25 sinnum verið dæmdur fyrir hegningarlaga-, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot, og eru fjölmörg meint brot hans nú til rannsóknar hjá lögreglu. Þá hefur hann nýlega verið ákærður í nokkrum málum, meðal annars fyrir að hafa átt hlutdeild í ráni á Akureyri og fyrir að hafa haft í líkamsmeiðingum og líflátshótunum gegn starfsfólki fjölskyldudeildar Akureyrarbæjar.

Maðurinn var handtekinn ásamt öðrum þann 12. nóvember síðastliðinn eftir að kveikt hafði verið í mannlausum bíl um nóttina með bensínsprengju. Bíllinn var fyrir utan heimili fulltrúa sýslumannsembættisins en fyrr um nóttina hafði grímuklæddur maður ógnað fulltrúanum á heimili hans.

Mennirnir tveir viðurkenndu sök sína við yfirheyrslu lögreglu, að því er kemur fram í úrskurði Héraðsdóms. Þeir halda því fram að þriðji aðili hafi ætlað að borga þeim fyrir að ganga í skrokk á lögreglumanninum.


Tengdar fréttir

Rannsókn Molotov-málsins miðar vel

Reiknað er með því að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir manni sem handtekinn var í gær í tengslum við bensínsprengjuárás.

Krefjast gæsluvarðhalds yfir brennuvörgum á Akureyri

Tveir karlmenn, sem handteknir voru á Akureyri í gærmorgun, grunaðir um að hafa áður kveikt í bíl með bensínsprengju, eða svonefndum Molotov kokteil, eru enn í haldi lögreglunnar og verður karfist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir þeim innan stundar.

Fjórir í haldi vegna Molotov málsins á Akureyri

Í gærkvöld handtók lögreglan á Akureyri þrjá menn til viðbótar vegna rannsóknar á árásum á hús fulltrúa sýslumanns á Akureyri. Einum af þeim var sleppt eftir yfirheyrlsu. Málið er litið alvarlegum augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×