Innlent

Stöðug sjálfsrannsókn nauðsynleg fyrir SÁÁ

Bjarki Ármannsson skrifar
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, gerir fíknimeðferð fyrir konur meðal annars að umfjöllunarefni í nýjum pistli sem birtur er á vefsíðu samtakanna.
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, gerir fíknimeðferð fyrir konur meðal annars að umfjöllunarefni í nýjum pistli sem birtur er á vefsíðu samtakanna. Vísir/Heiða/Aðsend
Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, gerir fíknimeðferð fyrir konur meðal annars að umfjöllunarefni í nýjum pistli sem birtur er á vefsíðu samtakanna. Hann segir allar hindranir sem komi í veg fyrir að konur telji rétt að leita sér aðstoðar við að sigrast á fíkn sinni séu alvarleg ógn við heilsu þeirra og lífsgæði.

Kvennameðferð á sjúkrahúsinu Vogi, sem rekið er af SÁÁ, hefur verið talsvert til umræðu undanfarið en meðal annars lét Guðrún Ebba Ólafsdóttir, ein forsvarskvenna Rótarinnar, þau ummæli falla í fréttum RÚV að að Vogur henti ekki börnum og unglingum í fíknivanda. Dæmi séu um að þar mæti ungar stúlkur eldri mönnum, sem langt eru leiddir í áfengis- og fíkniefnaneyslu, og að þeir notfæri sér þær.

Sjá einnig: „Í fullkomnum heimi myndum við glöð byggja hátæknisjúkrahús fyrir börn“

„Í umræðu um kvennameðferð hefur framkvæmd afeitrunar á sjúkrahúsinu Vogi verið gagnrýnd fyrir að vera ekki kynjaskipt en á sama tíma horft framhjá því að SÁÁ hefur rekið sérstaka kvennameðferð á Vík í bráðum 20 ár,“ segir Arnþór meðal annars í pistli sínum. „Á 37 árum hafa um 7000 konur komið alls um 20.000 sinnum í afeitrun og meðferð til SÁÁ. Dæmi um eina konu, eða um tíu, eða um sextíu konur í meðferð, þarf ekki að vera hin dæmigerða kona í meðferð.“

Hann segir þó nauðsynlegt fyrir SÁÁ að stunda „stöðuga sjálfsrannsókn“ svo þjónusta stofnunarinnar „drabbist ekki niður í doða og vanafestu.“ Það þurfi þó að gera samhliða því sem áralöng reynsla og þekking stofnunarinnar sé varðveitt.

Lesa má pistil formanns SÁÁ í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×