Formaður HSÍ: Ánægjuleg niðurstaða og gríðarlega mikilvægt fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 20:30 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, var sáttur með fréttir dagsins. Vísir/Valli Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. „Ég talaði við Arne Elovsson, varaforseta EHF, og þetta er niðurstaðan á fundinum. Ég skil ekkert í þeim af hverju þeir gefa ekki út fréttatilkynningu," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í kvöld en þá var IHF ekki ennþá búið að gefa út fréttatilkynningu. Hún kom síðan seinna. „Þetta er búið að vera langur vegur en þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða," sagði Guðmundur en trúði hann alltaf á það að Ísland fengi sætið á HM? „Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar þessi lið drógu sig út útaf því að ég var búinn að fá stuðning frá Evrópusambandinu um það að við yrðum næsta þjóð inn. Síðan þegar þær óskuðu eftir að fá að fara inn aftur þá var ég ekki eins bjartsýnn," sagði Guðmundur. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan bæði fá sætin aftur í þessari viku. IHF samþykkti það ekki og Ísland og Sádí-Arabía fengu sætin. Ísland hóf málarekstur gegn IHF eftir að Þýskaland var tekið inn í sumar þegar Ástralir duttu út. Ísland átti að vera næsta varaþjóð en IHF breytti reglunum í miðri keppni. „Við vorum ekki búnir að gefast upp í þessu dómsmáli og það var ennþá inni. Ég ætlaði að halda því áfram," sagði Guðmundur en hafði það eitthvað að segja um niðurstöðuna? „Ég veit það ekki. Við vorum með beiðni á þessum fundi um að fá að fara með málið beint til Íþróttadómstólsins í Lausanne og sleppa þar með næsta dómstigi hjá IHF. Sú beiðni lá fyrir hjá okkur en hún hefur eflaust ekkert verið tekin fyrir fyrst að við vorum komnir inn. Það sýndi fullan hug okkar að við ætluðum að halda áfram með þetta mál. Það verða aðrir að svara fyrir það hvort að það hafi haft einhver áhrif," sagði Guðmundur en sætið á HM skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan handbolta. „Við erum í prófi annað hvert ár í þessum Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Þetta er spilað svo ört og það er rosalega mikilvægt að keppa meðal þeirra bestu því þá erum við í hærri styrkleikaflokki þegar er verið að draga í þessar undankeppnir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði Guðmundur en það verður rætt meira við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Ísland verður ein af þeim 24 þjóðum sem berjast um heimsmeistaratitilinn í handbolta í Katar í janúar en þetta varð endanlega ljóst eftir fund Framkvæmdastjórnar Alþjóðahandboltasambandsins í kvöld. „Ég talaði við Arne Elovsson, varaforseta EHF, og þetta er niðurstaðan á fundinum. Ég skil ekkert í þeim af hverju þeir gefa ekki út fréttatilkynningu," sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, í samtali við Vísi í kvöld en þá var IHF ekki ennþá búið að gefa út fréttatilkynningu. Hún kom síðan seinna. „Þetta er búið að vera langur vegur en þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða," sagði Guðmundur en trúði hann alltaf á það að Ísland fengi sætið á HM? „Ég var orðinn mjög bjartsýnn þegar þessi lið drógu sig út útaf því að ég var búinn að fá stuðning frá Evrópusambandinu um það að við yrðum næsta þjóð inn. Síðan þegar þær óskuðu eftir að fá að fara inn aftur þá var ég ekki eins bjartsýnn," sagði Guðmundur. Barein og Sameinuðu arabísku furstadæmunum höfðu afsalað sér sætum sínum fyrr í þessum mánuði vegna pólískra ástæðna en þau vildu síðan bæði fá sætin aftur í þessari viku. IHF samþykkti það ekki og Ísland og Sádí-Arabía fengu sætin. Ísland hóf málarekstur gegn IHF eftir að Þýskaland var tekið inn í sumar þegar Ástralir duttu út. Ísland átti að vera næsta varaþjóð en IHF breytti reglunum í miðri keppni. „Við vorum ekki búnir að gefast upp í þessu dómsmáli og það var ennþá inni. Ég ætlaði að halda því áfram," sagði Guðmundur en hafði það eitthvað að segja um niðurstöðuna? „Ég veit það ekki. Við vorum með beiðni á þessum fundi um að fá að fara með málið beint til Íþróttadómstólsins í Lausanne og sleppa þar með næsta dómstigi hjá IHF. Sú beiðni lá fyrir hjá okkur en hún hefur eflaust ekkert verið tekin fyrir fyrst að við vorum komnir inn. Það sýndi fullan hug okkar að við ætluðum að halda áfram með þetta mál. Það verða aðrir að svara fyrir það hvort að það hafi haft einhver áhrif," sagði Guðmundur en sætið á HM skiptir gríðarlega miklu máli fyrir íslenskan handbolta. „Við erum í prófi annað hvert ár í þessum Evrópu- og heimsmeistarakeppnum. Þetta er spilað svo ört og það er rosalega mikilvægt að keppa meðal þeirra bestu því þá erum við í hærri styrkleikaflokki þegar er verið að draga í þessar undankeppnir. Þetta er því gríðarlega mikilvægt fyrir okkur," sagði Guðmundur en það verður rætt meira við Guðmund í Fréttablaðinu á morgun.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30 Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20 Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27 IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56 Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Formaður HSÍ um HM-sætið: Ég bara veit ekki hvað mun gerast Alþjóðahandknattleikssambandið tekur endanlega ákvörðun í dag um hvaða þjóðir spila á HM í handbolta. 21. nóvember 2014 07:30
Ísland verður með á HM í Katar | Ísland og Sádí-Arabía fá lausu sætin Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar eftir allt saman en þessi óvænta ákvörðun var tekin á fundi Framkvæmdastjórnar IHF í Þýskalandi í dag samkvæmt óstaðfestum heimildum íþróttadeildar 365 . Íslenska landsliðið fær sæti í C-riðli með Svíum og Frökkum. 21. nóvember 2014 18:20
Varaforseti EHF staðfestir fréttirnar: Ísland í riðli með Frökkum og Svíum Íslenska handboltalandsliðið verður með á HM í handbolta í Katar í janúar en Arne Elovsson, varaforseti evrópska handboltasambandsins, EHF, staðfesti þetta í viðtali við Expressen í kvöld. 21. nóvember 2014 19:27
IHF staðfestir að Ísland verði á HM | Barein og SAF fengu stóra sekt Alþjóðahandboltasambandið hefur nú loksins staðfest þær fréttir á heimasíðu sinni að Framkvæmdastjórn IHF hafi ákveðið að gefa Íslandi og Sadí Arabíu lausu sætin á heimsmeistaramótinu í Katar í byrjun næsta árs. 21. nóvember 2014 19:56