„Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 17:32 vísir/valli Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira