„Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 17:32 vísir/valli Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar. Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar.
Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira