„Fólkið kemur ekki flugvallarins vegna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2014 17:32 vísir/valli Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Það er tímaspursmál hvenær flugfélög eru reiðubúin til þess að fljúga inn á flugvellina á Akureyri og Egilsstaði í ljósi aukinnar markaðssetningar undanfarin ár. En það þarf samvinnu allra aðila – flugvalla, flugfélaga og ferðaþjónustuaðila. Þetta segir Friðþór Eydal talsmaður ISAVIA í ljósi yfirlýsingar sem birtist á Vísi í gær þess efnis að nauðsynlegt væri að leita lausna til framtíðar með því að opna fyrir millilandaflug um aðra flugvelli landsins umfram Keflavíkurflugvöll. „Þessi mikla markaðssetning á Keflavíkurflugvelli er búin að vera mjög lengi í gangi en hún er fyrst að skila árangri núna í svona ríkum mæli. Það er verið að leggja áherslu á Akureyrar- og Egilsstaðaflugvelli og vonandi kemur það með tímanum að þeir verði vinsælir áfangastaðir í flugi til landsins,“ segir Friðþór. Landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélög og markaðsstofur á Norður- og Austurlandi sem og á Vestfjörðum segja fjölgun ferðamanna og álag á ferðamannastaði á sunnanverðu landinu sem og á Keflavíkurflugvöll hafa náð þolmörkum. Í yfirlýsingu frá þeim segir að brýnt sé að ISAVIA og ríkið tryggi nauðsynlegt fjármagn til framkvæmda og móti sér framtíðarstefnu um millilandaflugvelli. Þá segir að mikilvægt sé að stjórnvöld búi varaflugvelli Keflavíkur á Akureyri og Egilsstöðum þannig úr garði að þeir uppfylli allar kröfur um þjónustustig meðal annars vegna aukinnar umferðar og til að tryggja öryggi sjúklinga en að því sé stefnt í uppnám vegna skorts á viðhaldi flugvallarmannvirkja. „Varðandi aðstöðuna þá er hún alveg fyrir hendi. En það er bara þannig að fólkið kemur ekki flugvallarins vegna heldur vegna áhuga á svæðinu sjálfu. En þetta er allt saman tímaspursmál og þá verður ráðist í endurbætur eftir þörfum,“ segir Friðþór. „En til þess að þetta verði hægt þá þurfa ferðamálaaðilar á þessum svæðum að vekja áhuga flugfélaganna en þetta er markaðssetning sem allir þurfa að vinna að,“ segir hann að lokum. ISAVIA mun verja um 12-15 milljörðum í framkvæmdir við Leifsstöð og á Keflavíkurflugvelli til að mæta auknum ferðamannastraumi til landsins. Afkoma fyrirtækisins var jákvæð um 836 milljónir króna og verða framkvæmdirnar fjármagnaðar á grundvelli eigin rekstrar.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira