Óska skýringa vegna sendingar upplýsinga um Omos Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2014 14:05 Gísli Freyr Valdórsson og Sigríður Björk Tómasdóttir. Vísir Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur á greinargerð um málefni hælisleitanda sem send var til Gísla Freys Valdórssonar í innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, óskaði eftir gögnum um málefni Tony Omos í símtölum sem hann átti við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum daginn sem fréttir birtust upp úr minnisblaði sem hann lak. Í samtölum sínum óskaði Gísli Freyr meðal annars eftir greinargerð frá embættinu um málefni Omos sem tengdust hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma. Talið var að hann væri í felum á Suðurnesjum, samkvæmt Sigríði. Hann hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka gögnum um hælisleitandann.Bréf Persónuverndar í heild sinni:Persónuvernd vísar til frétta í fjölmiðlum um samskipti lögreglunnar á Suðurnesjum og annars af aðstoðarmönnum innanríkisráðherra hinn 20. nóvember 2013, þ. á m. greinargerðar varðandi málefni [hælisleitandi] sem lögreglustjóri sendi umræddum aðstoðarmanni í tölvupósti. Svo að vinna megi með persónuupplýsingar þarf ávallt að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 8. tölul. 2. gr. sömu laga, þarf einnig að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 9. gr. laganna. Þá verður miðlun persónuupplýsinga frá lögreglu til annarra stjórnvalda að fullnægja kröfum 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett er með stoð í meðal annars 3. mgr. 45. gr. laga nr. 77/2000. Mál þetta var rætt á fundi stjórnar Persónuverndar í dag. Í samræmi við ákvörðun á þeim fundi er þess hér með óskað að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðlað til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvernig sú miðlun er talin horfa við ákvæðum 8. og 9. gr. laga nr. 77/2000, sem og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001. Jafnramt er þess óskað að afrit af umræddri greinargerð verði sent Persónuvernd. Svarfrestur er veittur til 3. desember nk. Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Persónuvernd hefur sent lögreglunni á Suðurnesjum bréf þar sem óskað er eftir skýringum varðandi sendingu Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur á greinargerð um málefni hælisleitanda sem send var til Gísla Freys Valdórssonar í innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, óskaði eftir gögnum um málefni Tony Omos í símtölum sem hann átti við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, fyrrverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum daginn sem fréttir birtust upp úr minnisblaði sem hann lak. Í samtölum sínum óskaði Gísli Freyr meðal annars eftir greinargerð frá embættinu um málefni Omos sem tengdust hælisumsókn hans og því að hann var eftirlýstur á þessum tíma. Talið var að hann væri í felum á Suðurnesjum, samkvæmt Sigríði. Hann hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að leka gögnum um hælisleitandann.Bréf Persónuverndar í heild sinni:Persónuvernd vísar til frétta í fjölmiðlum um samskipti lögreglunnar á Suðurnesjum og annars af aðstoðarmönnum innanríkisráðherra hinn 20. nóvember 2013, þ. á m. greinargerðar varðandi málefni [hælisleitandi] sem lögreglustjóri sendi umræddum aðstoðarmanni í tölvupósti. Svo að vinna megi með persónuupplýsingar þarf ávallt að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 8. gr. laga nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Sé um að ræða viðkvæmar persónuupplýsingar, sbr. 8. tölul. 2. gr. sömu laga, þarf einnig að vera fullnægt einhverju af skilyrðum 9. gr. laganna. Þá verður miðlun persónuupplýsinga frá lögreglu til annarra stjórnvalda að fullnægja kröfum 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001 um meðferð persónuupplýsinga hjá lögreglu sem sett er með stoð í meðal annars 3. mgr. 45. gr. laga nr. 77/2000. Mál þetta var rætt á fundi stjórnar Persónuverndar í dag. Í samræmi við ákvörðun á þeim fundi er þess hér með óskað að embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum skýri frá því hvaða upplýsingum var miðlað til innanríkisráðuneytisins með sendingu umræddrar greinargerðar. Þá er þess óskað að fram komi hvernig sú miðlun er talin horfa við ákvæðum 8. og 9. gr. laga nr. 77/2000, sem og 2. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 322/2001. Jafnramt er þess óskað að afrit af umræddri greinargerð verði sent Persónuvernd. Svarfrestur er veittur til 3. desember nk.
Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30 Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28 Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00 Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04 Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09 Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Gísli Freyr játar að hafa rætt um Tony Omos við lögreglustjóra Gísli Freyr Valdórsson grennslaðist fyrir um rannsókn lögreglustjórans á Suðurnesjum á máli Tony Omos daginn daginn eftir að hann lak minnisblaði til fjölmiðla. 18. nóvember 2014 18:30
Gísli Freyr fékk senda skýrslu um yfirheyrslu yfir Tony Omos Leit svo á að hann hafi fengið upplýsingarnar með samþykki Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á Suðurnesjum. 19. nóvember 2014 20:28
Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Lögmaður erlendrar konu í lekamálinu kvartaði í gær undan sendingum lögreglustjórans á Suðurnesjum til aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Persónuvernd rannsakar málið nú þegar og kallar eftir upplýsingum. 21. nóvember 2014 07:00
Lögmaður Omos hugsi yfir afhendingu Sigríðar á upplýsingum til Gísla Freys Vill vita hvaða lagastoð er fyrir því að lögreglustjóri afhendi pólitískum aðstoðarmanni ráðherra upplýsingar um lögreglurannsókn. 19. nóvember 2014 14:04
Sigríður segir Gísla hafa beðið um upplýsingar um Omos Átti í samskiptum við Gísla Frey Valdórsson eftir að frétt upp úr minnisblaði ráðuneytisins var birt. Í þeim samskiptum bað hann um að fá gögn um hælisleitanda. 18. nóvember 2014 15:09
Gísli ræddi við Sigríði daginn sem gögnin voru birt Aðstoðarmaður innanríkisráðherra átti í talsverðum samskiptum við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, daginn sem fréttir birtust byggðar á leka úr ráðuneytinu. 18. nóvember 2014 09:57