Enn pattstaða eftir 42 fundi á 5 mánuðum Svavar Hávarðsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 vísir Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Eftir að kjaradeilum Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands var vísað til ríkissáttasemjara í sumar hafa samninganefndirnar sest niður í 42 skipti og rætt málin í nokkur hundruð klukkutíma. Árangurinn er enginn að því er best verður séð. Næsta fundarseta samninganefndanna í báðum deilunum er í dag.Sest niður í sumar Pattstaða. Ekki verður séð að stöðunni í kjaradeilu lækna og ríkisins verði betur lýst nú þegar annarri lotu verkfallsaðgerða er að ljúka. Það hafa verið haldnir alls 22 fundir í kjaradeilu Læknafélagsins og ríkisins, sá fyrsti 25. júní, síðan hafa verið haldnir nítján fundir. Sama er að segja um Skurðlæknafélagið, en þar hafa verið haldnir alls tuttugu fundir án áþreifanlegs árangurs. Orðaskipti þeirra sem halda um taumana í báðum fylkingum, og þá í gegnum fjölmiðla, segja sömu sögu. Krafa lækna um laun stendur óbreytt; svör heilbrigðisráðherra, og það sem meira er um vert, eru þau sömu nú og þau voru í upphafi deilunnar.Þungar áhyggjur Í samtölum Fréttablaðsins berast innan úr Landspítalanum verulegar áhyggjur af þróun deilunnar hingað til. Frestuðum aðgerðum fjölgar og það skapar vanda núna en ekki síður ef litið er fram í tímann þegar tæma skal biðlistana aftur. Kostnaðurinn einn, svo ekki sé talað um óþægindin og hættu fyrir veikt fólk, verður væntanlega talinn í hundruðum milljóna þegar upp verður staðið. Hagfræðiprófessor metur þjóðhagslegt tap deilunnar 100 milljónir á dag. Bæði á LSH og Sjúkrahúsinu á Akureyri verða raddir þeirra lækna háværari sem geta ekki hugsað sér lengur að bíða og vona. Uppsagnir koma því sterklega til greina hjá sífellt fleirum. Unglæknar tala kannski hæst, enda uppsagnarfrestur þeirra aðeins mánuður og einfalt að söðla um. Áhyggjur lækna lúta þó ekki síst að því að læknar snúi ekki til baka úr námi á næstunni og því muni áhrif verkfalls teygja sig langt fram í tímann.Lög? Fréttablaðið heyrir einnig orðróm um að lög verði sett á verkfallið. Þetta fæst ekki staðfest. Hins vegar er það mat sumra sem gerst þekkja til að ekki verði höggið á hnútinn öðruvísi. Aðrir benda á að kannski hafi menn þokað málinu áfram í sölum ríkissáttasemjara þótt læknum og þjóðinni hafi ekki borist það til eyrna.Viðmiðið kom frá ríkinu Annað er að læknar eiga bágt með að meðtaka skilaboð ráðamanna um að kröfur þeirra séu óásættanlegar. Ekki sé langt síðan samið var við sérfræðilækna og þar er viðmiðið lágmarkslaun upp á 850 þúsund krónur á mánuði eða um þar bil. Af hverju á það ekki við núna, er spurt. Eins er samningur sérfræðilækna vísitölutryggður, sem er einsdæmi á Íslandi. Það sé tómt mál að tala um að væntingar lækna séu uppskrúfaðar þegar viðmiðið er samningur frá hendi sömu manna og núna eru ekki til viðtals um kjarabætur sem læknar geta sætt sig við. Vissulega hafi sá samningur verið gerður af heilbrigðisráðherra í gegnum Sjúkratryggingar Íslands en hann fór til umsagnar í fjármálaráðuneytinu og enginn annar borgar svo á endanum.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira