Perravaktin stelur myndum af meintum vændiskaupendum Jakob Bjarnar skrifar 20. nóvember 2014 17:19 Þau hjá Perravaktinni hafa nú sjálf verið gripin með buxurnar á hælunum, ef þannig má að orði komast. ásgeir ásgeirsson Perravaktin er vefur sem ekki er vitað hverjir standa að en þeir sem þar standa vaktina gerðu sér lítið fyrir og hnupluðu myndum af meintum vændiskaupendum, en ljósmyndarar PressPhotos hafa verið að taka myndir í héraðsdómi í tengslum við málaferli sem nú standa yfir gagnvart fjörutíu einstaklingum sem gefið er að sök að hafa stundað vændiskaup. Myndirnar hafa þeir birt á síðu sinni þaðan sem Perravaktarfólk hnuplaði þeim án leyfis – og hefur þannig verið gómað með buxurnar á hælunum. Í yfirlýsingu á Perravaktinni, sem áður hefur verið til umfjöllunar, segir að þetta sé vefsíða sem tileinkuð sé þeim sem „hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ „Neinei, hvorki ég né aðrir ljósmyndarar PressPhoto gefa leyfi fyrir notkun á ljósmyndum sem þarna er að finna. Sér í lagi ef nota á myndirnar í annarlegum tilgangi eins og þarna er. Þessar myndir eru ætlaðar fjölmiðlum,“ segir ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson eða GeiriX, verkstjóri PressPhotos á Íslandi. GeiriX lenti sjálfur í átökum fyrir skömmu, við lögmann eins hins meinta vændiskaupanda. GeiriX er nú að athuga stöðu sína og annarra ljósmyndara ásamt lögmönnum PressPhotos. Hann útskýrir að til sé „DCMA Take Down“, er fyrirbæri sem staðsett er úti í Bandaríkjunum, en starfar um heim allan. Ef á daginn kemur að mynd sé stolið er hægt að loka tumbler, en þar er Perravaktin hýst, eða allt þar til myndirnar eru teknir út. GeiriX segist vera að athuga nákvæmlega það hvort sú leið sé rétt hvað þetta varðar. „Þetta snýst um höfundarétt og hefur ekkert með að gera um hvað þetta mál snýst í sjálfu sér.“ Tengdar fréttir Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45 Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47 Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52 Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Perravaktin er vefur sem ekki er vitað hverjir standa að en þeir sem þar standa vaktina gerðu sér lítið fyrir og hnupluðu myndum af meintum vændiskaupendum, en ljósmyndarar PressPhotos hafa verið að taka myndir í héraðsdómi í tengslum við málaferli sem nú standa yfir gagnvart fjörutíu einstaklingum sem gefið er að sök að hafa stundað vændiskaup. Myndirnar hafa þeir birt á síðu sinni þaðan sem Perravaktarfólk hnuplaði þeim án leyfis – og hefur þannig verið gómað með buxurnar á hælunum. Í yfirlýsingu á Perravaktinni, sem áður hefur verið til umfjöllunar, segir að þetta sé vefsíða sem tileinkuð sé þeim sem „hafa orðið fyrir barðinu á ömurlegum perrum. Þetta er staðurinn til að koma upp um þá, til að sýna heiminum skömm þeirra. Perravaktin einbeitir sér aðallega að hefndarklámi og því að koma upp um þau sem deila því og dreifa.“ „Neinei, hvorki ég né aðrir ljósmyndarar PressPhoto gefa leyfi fyrir notkun á ljósmyndum sem þarna er að finna. Sér í lagi ef nota á myndirnar í annarlegum tilgangi eins og þarna er. Þessar myndir eru ætlaðar fjölmiðlum,“ segir ljósmyndarinn Ásgeir Ásgeirsson eða GeiriX, verkstjóri PressPhotos á Íslandi. GeiriX lenti sjálfur í átökum fyrir skömmu, við lögmann eins hins meinta vændiskaupanda. GeiriX er nú að athuga stöðu sína og annarra ljósmyndara ásamt lögmönnum PressPhotos. Hann útskýrir að til sé „DCMA Take Down“, er fyrirbæri sem staðsett er úti í Bandaríkjunum, en starfar um heim allan. Ef á daginn kemur að mynd sé stolið er hægt að loka tumbler, en þar er Perravaktin hýst, eða allt þar til myndirnar eru teknir út. GeiriX segist vera að athuga nákvæmlega það hvort sú leið sé rétt hvað þetta varðar. „Þetta snýst um höfundarétt og hefur ekkert með að gera um hvað þetta mál snýst í sjálfu sér.“
Tengdar fréttir Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45 Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47 Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52 Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Eygló vill ekki hlífa vændiskaupendum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir hugmyndir um opið þinghald í málum meintra vændiskaupenda ígildi gapastokks. 14. nóvember 2014 14:45
Lokað þinghald í vændiskaupamáli Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þinghald yrði lokað í máli 40 einstaklinga sem ákærðir eru fyrir vændiskaup eða tilraun til kaupa á vændi. Ekki liggur fyrir hvort úrskurðinum verði áfrýjað til Hæstaréttar. 18. nóvember 2014 13:47
Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari segir að lögfræðingur hafi hrint sér og gripið í linsuna hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 11:52
Krefst opins þinghalds í máli vændiskaupenda Fjörutíu manns áttu að taka afstöðu til ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 14. nóvember 2014 10:31