Leikjavísir

GameTíví: Sverrir pirraður út í World of Warcraft

Þegar menn eru staddir í sitthvorum landsfjórðungnum er aðeins eitt að gera og það er að „summona“ líkt og gert er í World of Warcraft leikjunum. En það er að færa viðkomandi með hraði frá einum stað til annars. 

Þetta þurftu GameTíví bræður að gera þegar þeir ætluðu að  fjalla um nýjasta aukapakkann fyrir World of Warcraft eða Warlords of Draenor.

En þessi nýi aukapakki inniheldur helling af nýjungum, nú geta til dæmis leikmenn hækkað sig uppí „level“ 100, byggt upp sín eigin svæði, grafíkin er betri og margt fleira. 

Samt er Sverrir pirraður með þetta allt saman og ástæðuna fyrir því má finna í myndskeiðinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.