Fjármálaráðherra segir að tryggja þurfi kjör ræstingarfólks Heimir Már Pétursson skrifar 20. nóvember 2014 13:12 Bjarni Benediktsson segir að það eigi ekki að breyta neinu varðandi réttindi fólks hvort það vinni hjá ríkinu beint eða í gegnum verktaka. Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé lágmarkskrafa að lögvarin og samningsbundin réttindi fólks séu virt, hvort sem það vinni beint hjá ríkinu eða í gegnum verktaka. Ábendingum um að réttindi séu brotin á fólki sem vinni fyrir ríkið, beri að taka alvarlega. Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun út í stöðu ræstingarfólks hjá ríkinu í ljósi frétta af högum þess í fjölmiðlum að undanförnu. „Við hljótum að velta því fyrir okkur hvort við þurfum ekki að tryggja þeim sem hafa verið að vinna fyrir okkur hjá ríkinu mikilvæg störf, að þau haldi starfskjörum sínum þó að breytt sé skipulagi til dæmis með útboði,“ sagði Helgi. Vísaði hann þarna til frétta af því að ræstingarfólk á Landsspítalanum teldi sig hlunnfarið eftir að verktaki tók við ræstingum á spítalanum. En í fréttum okkar í gær kom fram að 12 manns sjá nú um ræstingu á rúmlega 20 þúsund fermetrum á Landsspítalanum sem 34 starfsmenn sáu um áður. „Það er ekki hægt að neita því að fréttir af þessu tiltekna máli sem háttvirtur þingmaður tekur hér til umfjöllunar vekja áhyggjur. Það er ekki hægt að komast hjá því að manni finnist að eitthvað hljóti að hafa farið verulega úrskeiðis þegar að þeir sem starfa fyrir stéttarfélög fá ekki aðgang til að tryggja réttindi félaga sinna,“ sagði fjármálaráðherra. En starfsmanni Eflingar stéttarfélags var í gær meinað að sitja fund ræstingarfólks með yfirboðurum sínum þar sem fara átti yfir stöðuna. Bjarni sagði ræstingarnar hafa verið boðnar út í tíð fyrri ríkisstjórnar. Það breytti því hins vegar ekki að taka yrði skoðunar ef kjör starfsmanna hafi ekki verið tryggð í samningum. „En ég treysti því að fjármála- og efnahagsráðherra hafi tæki til þess að tryggja það að sjálfsögð réttindi starfsfólks undirverktaka hjá Landsspítalanum séu virt af hálfu verktakans,“ sagði Helgi. „Já, ég get tekið undir það að það er alger lágmarkskrafa að lögvarin rétindi fólks og samningsbundin réttindi fólks séu virt, algerlega óháð því hvort starfsmenn séu að starfa hjá ríkinu beint eða að sinna störfum hjá ríkinu fyrir hönd þeirra sem hafa tekið það að sér í verktöku. Það er alveg skýrt,“ sagði Bjarni Benediktsson á Alþingi í morgun.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira