Peugeot-Citroën ætlar að segja upp 3.450 starfsmönnum 20. nóvember 2014 11:33 Höfuðstöðvar PSA/Peugeot-Citroën. Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári. Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent
Ekki gengur betur en svo hjá bílaframleiðandanum PSA/Peugeot-Citroën að til stendur að segja upp 3.450 starfsmönnum á næsta ári. Er það liður í mikilli endurskipulagningu Carlos Taveres forstjóra PSA. Uppsagnirnar verða í formi starfslokasamninga eldri starfsmanna, eingreiðslna til þeirra starfmanna sem eru tilbúnir að hætta störfum og tilflutninga í starfi. Þessi áætlun verður kynnt verkalýðsfélögum starfsmannanna í næstu viku, en í Frakklandi er nánast bannað að segja upp starfsfólki og hefur það valdið miklum vandræðum hjá frönskum bílaframleiðendum á undanförnum árum. Þessi niðurskurður í starfmannafjölda nemur um 6% en 60.000 starfsmenn eru nú hjá PSA. PSA hefur greint frá því að 29% innlends starfsfólks í Frakklandi sé í hættu og það þýðir að störf 9.000 starfsmanna í viðbót gætu tapast. Þrátt fyrir þessar aðgerðir ætlar PSA að skapa 2.000 ný störf fyrir yngri starfmenn sem verða í þjálfun hjá fyrirtækinu á næsta ári.
Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent