Maðurinn gaf sig á tal við vegfarendur og velti fyrir sér hvern hann ætti að hafa samband við vegna trygginga.
Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út á staðinn og á meðfylgjandi myndum má sjá þá fjarlæga þakplötur af annarri bifreið, sem var kyrrstæð. Nýbúið er að skipta um þakplötur á húsinu en það gekk ekki betur en svo að þær fuku af í óveðrinu.
Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að rýma bílastæði í grenndinni til þess að forða frekara tjóni. Það er of hvasst á þaki hússins til þess að hægt sé að festa plöturnar niður þar og verður það gert þegar fer að lægja.
Veistu meira um málið? Sendu okkur póst á ritstjórn@visir.is

