Talsverð röskun á flugi vegna veðurs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. nóvember 2014 16:34 Flugstöð Leifs Eiríkssonar vísir/gva Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín. Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Óveður það er nú geysar hefur áhrif á ferðir ýmissa ferðamanna. Fólk hugsar sig eflaust tvisvar um áður en það fer af stað út á þjóðvegi landsins og að auki hefur talsverð röskun orðið á flugferðum. Allt innanlandsflug liggur nú niðri og ekki er áætlað að það hefjist á ný fyrr en í fyrsta lagi í fyrramálið. Einnig hefur millilandaflug raskast en alls hefur tólf flugum verið aflýst, sjö komum og fimm brottförum. „Við höfum þurft að aflýsa tveimur ferðum til London og Berlín sem og ferðum til baka frá sömu völlum í kvöld,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air. Hún bendir farþegum á að fylgjast með heimasíðu félagsins sem og upplýsingum um komur og brottfarir. Einnig hafi flugvél á leið til landsins frá Kaupmannahöfn þurft að lenda á Akureyri en henni verður flogið til Keflavíkur við fyrsta tækifæri. „Nokkrar ferðir hjá okkur hafa fallið niður. London, Osló og Stokkhólmur til að mynda og þá ferðir til baka. Þetta hefur áhrif á um 1.500 farþega,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að vonast sé til að vélar félagsins á leið vestur yfir haf komist í loftið nú síðdegis. Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að félagið muni þjónusta vélar eftir fremsta megni. Ef vindur verði hins vegar of mikill þá sé ekki hægt að leggja vélunum upp að landgöngum og ómögulegt að þjónusta þær. Vonandi finnist samt svigrúm til að koma sem flestum vélum á loft. Farþegum er bent á að fylgjast með upplýsingum um flug sín.
Veður Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira