Innlent

Myndskeið af óveðrinu 1991

Samúel Karl Ólason skrifar
Björgunarsveitarmenn stóðu í ströngu í byrjun febrúar árið 1991 þegar djúp lægð fór yfir landið. Búið er að líkja lægðinni sem kemur að landinu nú við þá lægð, en hér má sjá myndskeið sem tekin voru af tökumönnum Stöðvar 2.

Gífurlega sterkur vindur feykti farartækjum um koll og reif plötur af þökum víða. Í heildina var eignatjón gífurlega mikið og þá jafnvel mest á Landspítalanum samkvæmt Morgunblaðinu á sínum tíma.

Þakplötur rifnuðu af þaki Landspítalans og strætóskýli og tré rifnuðu upp með rótum.Vísir
Engin alvarleg slys urðu á fólki en útköll hjá lögreglunni sem rekja mátti til veðurs voru 271 talsins. Beiðnir til björgunarsveita námu hundruðum.

Forsíða Morgunblaðisins þriðjudaginn 5. febrúar.
Í Grafarvogi fuku tveir byggingarkranar á hliðina og munaði einungis nokkrum metrum á að annar félli á íbúðarhús.

„Þakplötur flugu um íbúðarhverfi, tré rifnuðu upp með rótum, rúður brotnuðu og grindverk gáfu sig.“ Þá losnaði þak af Vesturbæjarlauginni.

Þrátt fyrir að engin alvarleg slys hafi orðið á fólki var vart stætt í borginni og 20 til 30 manns leituðu til slysadeildar Borgarspítalans. Rúða sprakk framan í eldri mann sem horfði út um gluggann hjá sér. Annar datt á brunahana og sá þriðji nefbrotnaði þegar hlutir fuku í andlitið á honum. Þá fauk ruslatunna í andlit ungrar stúlku.

Hluta skemmdanna og hve mikill vindurinn var má sjá í fréttinni hér að ofan.

Forsíða DV mánudaginn 4. febrúar.

Tengdar fréttir

Björgunarsveitarmenn að störfum víða um land

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða á Suður- og Suðvesturlandi. Upp úr hádegi bárust fyrstu beiðnir um aðstoð en síðan þá hefur útköllum fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×